Mánudagurinn 18. janúar 2021

Framkvæmda­stjórn ESB: Kjötsvindlið er umbúðamál ekki heilbrigðismál


11. febrúar 2013 klukkan 17:55

Framkvæmdastjórn ESB sagði mánudaginn 11. febrúar að uppnám vegna hrossakjöts í matvælum í ýmsum ESB-ríkjum virtist á þessu stigi mega rekja til rangra upplýsinga á umbúðum, ekki væri um matvælaöryggismál að ræða.

Lasagne frá Findus er sagt með hrossakjöti þótt naut sé nefnt á umbúðunum.

„Við erum ekki að ræða um matvælaöryggismál,“ sagði Frederic Vincent, talsmaður framkvæmdastjórnarinnar, þegar hann var spurður á blaðamannafundi um vangaveltur í Bretlandi um að banna innflutning á unnum kjötvörum.

„Enginn hefur veikst svo ég viti. Þetta snýst aðeins um umbúðamerkingar. Á þessu stigi er því alls ekki við hæfi að grípa til banns við einhverju.“

Vincent er upplýsingafulltrúi Tonios Borgs, heilbrigðismálastjóra ESB, benti á að einstökum ríkjum væri heimilt að ákveða tímabundið innflutningsbann á matvælum. Hann lagði áherslu á að ríki innan ESB væru nú „að safna staðreyndum“ um eðli þessa hneykslis á matvælamarkaði þeirra. Unnið væri að því að rekja slóð vöru til að átta sig á hver hefði gert hvað og í hve langan tíma.

Hann sagði að framkvæmdastjórnin gæti aðeins látið að sér kveða ef um heilbrigðismál væri að ræða og sannanir lægju fyrir um það. Nú nýttu viðkomandi ríki sér kerfi ESB sem heitir á ensku Rapid Alert System for Food and Feed (RASFF), hraðvirkt viðbragðskerfi vegna matvæla og fóðurs; upplýsingakerfi sem auðveldaði að rekja uppruna vöru.

Stjórnvöld í Frakklandi og Bretlandi hvöttu mánudaginn 11. febrúar til þess að „glæpamennirnir“ að baki kjötsvindlinu þar sem hrossakjöt er selt sem nautakjöt yrðu afhjúpaðir. Rúmenar höfnuðu því alfarið að rekja mætti svindlið sem tengist frosnum matvælum sem dreift hefur verið víða um ESB-lönd til sín. Töldu þeir sig hafða fyrir rangri sök.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Bréf Víglundar til stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar: Leynimakk við kröfuhafa á svig við neyðarlögin

+Hér birtist í heild bréf sem Víglundur Þorsteinsson afhenti í Alþingis­húsinu mánudaginn 10. febrúar. Áður hafði Víglundur skrifað Einari K. Guðfinnssyni forseta Alþingis um sama efni.+ Bréf til stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar Alþingis, Hr. formaður Ögmundur Jónasson Í framhaldi af b...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS