Fjarstýrð flugför sem hér verða nefnd drón (á ensku drone) verða æ algengari í tækjabúnaði lögreglu í Bandaríkjunum. Drón má nota til að taka myndir, elta afbrotamenn á flótta, leita að týndum fjallgöngumönnum og sinna umhverfisvernd ekki síður en að fylgjast með ferðum aðgerðarsinna í pólitískum mótmælaaðgerðum.The New York Times segir laugardaginn 16. febrúar að drón veki æ meiri áhuga hjá lögregluyfirvöldum sem búi við þröngan kost fjárhagslega.
Vinsældir dróna meðal lögreglu um öll Bandaríkin skapi hins vegar ótta meðal margra um að ríkisvaldið hafi öðlast nýjan búnað til að rjúfa friðhelgi einkalífsins. Þess verði vart að víða vilji þingmenn beita sér fyrir setningu laga og reglna um notkun tækjanna eða jafnvel um algjört bann við notkun þeirra.
The New York Times segir að Bandaríkjamenn séu orðnir ýmsu vanir þegar kemur að opinberu eftirliti með myndavélum og öðrum tækjum engu að síður veki drónin [hvk. eins og flón] óhug meðal almennings.
„Þau minna mig á stóra bróður fyrir ofan höfuð mér,“ sagði Dave Norris, borgarfulltrúi í Charlottesville í Virginíu-ríki, sem varð nú í febrúar fyrst bandarískra borga til að setja reglur sem takmarka ferðir dróna. „Ég ætla ekki að láta eins og um samsæri sé að ræða en drónin eru á næsta leiti og við verðum að grípa til varnaraðgerða svo að ekki verði gengið of nærri okkur.“
Lögreglunní Charlottesville er bannað að nota upplýsingar sem safnað er með dróni sem sönnunargagn í sakmáli. Lögreglan á að vísu ekki fjarstýrt flugfar og hefur ekki í hyggju að kaupa það. Henni er hins vegar ekki bannað að nota drón til leitar og björgunar.
Lögreglan í Seattle hafði keypt tvö drón en skilaði þeim ónotuðum í síðustu viku að kröfu borgarstjórans sem brást við kröfum aðgerðarsinna gegn notkun dróna. Hópar andstæðinga dróna hafa tekið höndum saman í Bandaríkjunum og halda undir Twitter-tengingunni @N.O.M.B.Y., short for Not Over My Back Yard (ekki yfir bakgarðinum mínum).
Hvað sem líður ákvörðunum einstakra borgaryfirvalda í Bandaríkjunum hafa þar verið sett alríkislög sem heimila notkun dróna í viðskiptalegum tilgangi og auðvelduðu þau ríkisstofnunum að eignast tækin. Heimavarnarráðuneytið bauð lögregluliðum styrki til að eignast drón. Framleiðendur dróna buðu til sölu létt tæki sérstaklega hönnuð fyrir lögreglu. Drón eru þegar notuð til að fylgjast með ferðum fólks við landamæri Bandaríkjanna og nokkur lögreglulið ráða yfir þeim auk þess sem björgunarsveitir um landið kanna nú notagildi þeirra fyrir sig.
Loftferðaeftirlit Bandaríkjanna hefur fengið 80 tilmæli, þar á meðal frá lögreglu og ríkisstofnunum, um leyfi til að fljúga drónum.
Lögreglan segir að drón geti komið að góðum og hagkvæmum notum við mörg löggæsluverkefni eins og við leit að sprengjum, tíndum börnum og við umhverfisvernd auk þess sem björgunarsveitum yrði stoð af þeim í störfum sínum vegna náttúruhamfara, til dæmis skógarelda.
Gera verður mun á drónum til hernaðarnota og til borgaralegra nota. Hin síðarnefndu nota tiltölulega litlar rafhlöður og geta flogið stuttar vegalengdir. Við þau má festa alls kyns nema og myndavélar. Ekki er að finna nein fyrirmæli í bandarískum lögum um hvernig megi nýta upplýsingar sem aflað er með drónum, hvort þeim megi dreifa og hvernig eigi að varðveita þær.
Fjallað er um málið í þingum einstakra ríkja Bandaríkjanna. Í Virginíu-ríki hefur þingið ákveðið að banna lögreglu að nota drón í tvö ár. Ríkisstjórinn hefur ekki enn staðfest lögin. Í Arizona-ríki verður lögregla að fá leitarheimild áður en hún notar drón við rannsókn máls og sömu sögu er að segja um Montana-ríki.
Loftferðaeftirlit Bandaríkjanna er að semja reglur um leyfisveitingar vegna dróna. Það ætlar að opna sex staði í Bandaríkjunum þar sem unnt verður að gera tilraunir með hinar ýmsu gerðir dróna. Loftferðaeftirlitið telur að á næsta ára muni markaður með drón verða um 90 milljarða dollara virði.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.