Sunnudagurinn 17. janúar 2021

Ný skýrsla: Bjórvömbin er rangnefni - bjór er ekki meira fitandi en rauđvín


16. febrúar 2013 klukkan 17:42

Í skýrslu sem unnin hefur veriđ fyrir samtök kráareigenda í Bretlandi kemur fram ađ bjór er hafđur fyrir rangri sök ţegar sagt er ađ hann sé fitandi. Í The Daily Telegraph birtist í vikunni grein sem reist er á skýrslunni og ţar sem gefiđ er til kynna ađ bjórvömbin (beer belly á ensku abdos Kro á frönsku) sé ekki réttnefni.

Skýrslan ber heitiđ: Beer and calories: a scientific Review og ţar kemur fram ađ engin vísindaleg rök búi ađ baki fullyrđingum um ađ tengsl séu á milli bjórdrykkju og líkamsţunga. Segir í fréttum ađ ţetta sé mikill léttir fyrir Breta, ţjóđ ţar sem ársneysla á bjór sé um 100 lítrar á hvern íbúa landsins.

Kathryn O‘Sullivan, höfundur skýrslunnar, hefur tekiđ sér fyrir hendur ađ hvítţvo bjórinn af ásökunum um ađ drykkja hans leiđi til ţess ađ menn fitni. Hún segir: „Ef mađur innbyrđir of margar kaloríur og eyđir ekki nóg af ţeim ţyngist mađur hvort sem mađur drekkur bjór eđa ekki. Drekki mađur bjór og eyđi nógu af kaloríum fitnar mađur ekki.“ Hún segir ađ ţađ sé „mjög óréttmćtt“ ađ láta eins og í bjór sé mikiđ af kaloríum.

Hún styđur fullyrđingu sína međ ađ benda á ađ í 100 ml af bjór séu ekki fleiri kaloríur en í sama magni af ávaxtasafa og ađeins minna en í sama magni af víni. Á ţađ er hins vegar bent ađ bjór er venjulega borinn fram í 25 cl glasi en vín í 12,5 cl glasi og ţess vegna séu 120 kaloríur í einu glasi af bjór en 90 í glasi af víni.

Í Le Figaro segir ađ bjórneysla í Frakklandi sé nú 30 lítrar á ári á íbúa og bjór sé ađeins 16% af áfengismagni sem Frakkar neyti árlega, langtum minni en neysla á víni.

Kathryn O‘Sullivan segir ađ í bjór sé mikiđ af vítamínum og steinefnum (einkum zink og silicium) og hann sé ekki síđri en vín ţegar litiđ sé á áhrifin gegn hjartasjúkdómum.

Í grein sem birtist áriđ 2012 í tímaritinu Nutriens báru spćnskir sérfrćđingar saman niđurstöđur rannsókna á áhrifum af bjór og víni. Niđurstađa ţeirra var ađ bjór drćgi úr líkum á hjartasjúkdómum. Hann vćri hins vegar ekki eins áhrifamikill í ţví skyni og rauđvín, vćri ţess neytt reglulega en í hófi.

Le Figaro dregur taum rauđvínsins og telur ađ ekki eigi endilega ađ fara eftir ţví sem segir í skýrslunni fyrir breska kráareigendur og hverfa frá tveimur rauđvínsglösum á dag og fá sér tvćr bjórflöskur í stađinn.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Bréf Víglundar til stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar: Leynimakk viđ kröfuhafa á svig viđ neyđarlögin

+Hér birtist í heild bréf sem Víglundur Ţorsteinsson afhenti í Alţingis­húsinu mánudaginn 10. febrúar. Áđur hafđi Víglundur skrifađ Einari K. Guđfinnssyni forseta Alţingis um sama efni.+ Bréf til stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar Alţingis, Hr. formađur Ögmundur Jónasson Í framhaldi af b...

 
Mest lesiđ
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óţarfi ađ rćđa frekar viđ ESB vegna afstöđu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvćr Evrópu­skýrslur styđja sjónarmiđ LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvćmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir ađ í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfrćđi­stofnun HÍ og Alţjóđa­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styđji ţá afstöđu LÍÚ ađ Ísland eigi ađ standa utan ESB. Ţá segir hann óţarfa ađ ganga lengra í viđrćđum viđ ES...

Norđurslóđir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til ađ hlýnun jarđar og sú bráđnun hafíss, sem af henni leiđir geti losađ um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi veriđ hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiđum á Norđurslóđum. Ţetta segja rannsakendur ađ geti gerzt á einum áratug. Međal ţess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er ađ slíkir öskuhaugar séu ađ myndast á Barentshafi.

Ţýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega ţjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harđri gagnrýni fyrir ummćli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­ţingsins ţess efnis ađ Evrópu­sambandiđ vćri ekki „socialunion“ eđa bandalag um félagslega ţjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til ađ Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gćrkvöldi benda til ađ Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­ţingsins sem hófust í gćrmorgun og ađ ţingmönnumhans á Evrópu­ţinginu fćkki um tvo en ţeir hafa veriđ fimm. Ţetta gengur ţvert á spár um uppgang flokka lengst til hćgri í ţeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS