Ítalskur öldungadeildarþingmaður segist hafa tekið við 3 milljónum evra í mútur frá Silvio Berlusconi gegn því að fella síðustu mið-vinstri stjórn, sem sat á Ítalíu undir forsæti Romano Prodi. Fréttir birtust í fyrradag um að Sergio De Gregorio hefði viðurkennt fyrir rannsóknaraðilum að hann hefði tekið við mútum á árunum 2006 til 2008 og að milligöngumaður hefði séð um greiðslurnar. Öldungadeildarþingmaðurinn staðfesti þessar fréttir við dagblaðið Il Messaggero í gær, sem lögmaður hans staðfesti einnig við Financial Times.
Flokkur Berlusconis hefur brugðizt illa við og segir að þessar ásakanir séu tilraun til að koma höggi á Berlusconi á sama tíma og hann vinni að lausn á stjórnarkreppunni á Ítalíu. Lýðræðisbandalagið til vinstri undir forystu Bersani segir þessar ásakanir svo alvarlegar að nánast óhugsandi sé að eiga samstarf við Berlusconi.
Berlusconi sjálfur segir að saksóknarar hafi hótað því að De Gregorio færi í fangelsi ef hann staðfesti ekki þessar ásakanir í garð Berlusconi.
Öldungadeildarþingmaðurinn hefur gefið upp nafn milligöngumannsins, sem hann segir hafa verið Walter Lavitola, kaupsýslumann og blaðamann, sem hafi verið náinn samstarfsmaður Berlusconi. Sá var handtekinn í apríl á síðasta ári, þegar hann kom til Ítalíu frá Panama og m.a. sakaður um að reyna að kúga fé út úr Berlusconi. Báðir neita þessum ásökunum. Berlusconi hefur verið boðaður til saksóknara á þriðjudag til að svara spurningum um málið.
Öldungadeildarþingmaðurinn hefur gefið þær skýringar á játningum sínum nú að hann vilji hreinsa upp pólitískt líf sitt og einkalíf, sem hafi verið lagt í rúst vegna margra ára rannsókna. Hann kveðst gera ráð fyrir að verða settur í stofufangelsi.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.