Miðvikudagurinn 24. febrúar 2021

Bretland: Miklar umræður um „bóta-ferðamenn“ og leiðir til að hefta útgjöld vegna þeirra úr félagslega kerfinu


5. mars 2013 klukkan 16:14

Miklar umræður eru í Bretlandi um leiðir til að stöðva þá sem á ensku eru kallaðir „benefit tourists“, það er bóta-ferðamenn. Fólk sem kemur frá öðrum löndum til að nýta sé ókeypis heilbrigðisþjónustu, félagslegt húsnæði og aðra félagslega þjónustu hins opinbera.

Rétturinn til frjálsrar farar innan ESB/EES-svæðisins er talinn muni leiða til þess að Bretar þurfi að bera félagslegan kostnað í þágu sífellt fleiri bóta-ferðamanna frá fátækustu löndum Evrópu. Hugar breska ríkisstjórnin nú að því hvernig hún getur dregið úr bótagreiðslum til þessa fólks. Stjórnvöld geta hins vegar ekki beint aðgerðum sérstaklega gegn Rúmenum og Búlgörum. Verði réttur til bóta þrengdur verða ráðstafanirnar einnig að beinast gegn Bretum sjálfum.

Simon Heffer, dálkahöfundur í The Daily Mail, segir að innan ríkisstjórnarinnar séu þrjár leiðir til skoðunar.

Í fyrsta lagi að takmarka réttinn til félagslegs húsnæðis við heimamenn sem hafa tengsl við viðkomandi svæði.

Í öðru lagi að takmarka rétt til bóta við þá sem greitt hafa skatta eða sjúkratryggingar.

Í þriðja lagi að krefjast vottorðs um búsetu í Bretlandi áður ESB-borgarar fái ókeypis heilbrigðisþjónustu. Þetta mundi ekki aðeins setja Búlgörum og Rúmenum skorður heldur öllum útlendingum sem koma til Bretlands og fara beint á opinbert breskt sjúkrahús til lækninga.

Heffer segir stórundarlegt að eina leiðin til að bresk yfirvöld geti takmarkað bótagreiðslur til innflytjenda frá Austur-Evrópu sem ekki hafi lagt neitt af mörkum til bresks samfélags sé að takmarka það sem þau geti gert fyrir breska borgara sem margir hafi lagt sitt af mörkum.

Þá fari ekki vel á því að læknum beri að krefjast búsetuskilríkja af þeim sem óskar eftir opinberri læknisþjónustu. Mundu þeir neita að sinna alvarlega sjúkum manni vegna þess að hann geti ekki sannað að hann eigi rétt á meðferð?

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS