Paul De Grauwe, prófessor við London School of Economics ( LSE) , segir í Morgunblaðinu laugardaginn 9. mars að erfiðara hefði verið fyrir Íslendinga að takast á við efnahagskreppuna með evru. Kreppan hefði orðið dýpri, atvinnuleysi meira og lítil von um umskipti á næstunni. Íslenska krónan hafi lækkað mikið í verði en hún sé lykillinn að því að blása lífi í efnahaginn. Í sporum Íslendinga mundi prófessorinn „sannarlega ekki taka upp evruna núna“ og hann ráðleggur Íslendingum að bíða þar til óvissan innan ESB verður minni.
Belgíski prófessorinn Paul De Grauw flutti erindi föstudaginn 9. mars um galla í hönnun evrusamstarfsins á Íslenska fjárstýringardeginum sem er samstarfsverkefni Háskólans í Reykjavík og IFS fjármálaráðgjafar. Helgi Vífill Júlíusson, blaðamaður á Morgunblaðinu, ræddi við prófessorinn. Hann sagði:
„Vandi evrusvæðisins er að það er ekki fullgert. Það er eins og glæsihýsi án þaks. Það kemur ekki að sök svo lengi sem veðrið er gott. Raunar myndi góða veðrið leiða til þess að við vildum frekar búa í glæsihýsinu. Aftur á móti um leið og veðrið verður slæmt munum við sjá eftir að hafa ekki lokið við að smíða húsið.
Hlutverk Evrópska seðlabankans var skilgreint of þröngt. Hann þarf að geta stutt við bakið á evrulöndum þegar á móti blæs. Og annað sem er afar mikilvægt: Evran er gjaldmiðill án lands. Ef vilji er til að halda evrunni þarf að búa til land, annars á hún ekki framtíðina fyrir sér. […]
Flestir í Evrópu vilja ekki framselja vald landa til Evrópusambandsins. Margir skilja ekki að það er nauðsynlegt. Það verkefni mun ekki ná fram að ganga á mínu æviskeiði. En við getum sent þau skilaboð að við viljum raun og veru feta þá braut. Til að takast á við efnahagskreppur þarf Evrópusambandið að hafa tól og tæki til að bregðast við þeim. Það þýðir að fullveldi landa muni færast til sambandsins.
Í efnahagsörðugleikum verður að vera til regluverk svo að löndin hjálpi hvert öðru. Ekki má horfa til einhvers eins lands í sambandinu og segja: „Þið komuð ykkur í þessa stöðu og við munum ekki aðstoða ykkur.“ Slíkt gæti leitt til þess að á einhverjum tímapunkti myndu lönd ákveða að hætta í samstarfinu.
Lykillinn er að hafa tæki til reiðu svo að löndin hjálpi hvert öðru. Það verður að gera í gegnum stofnanabreytingar, slík aðstoð þarf að eiga sér stað sjálfkrafa. Þegar Nevadaríki í Bandaríkjunum glímdi við bankakreppu gripu bandarísk stjórnvöld inn í og notuðu skattfé til að takast á við vandann. Þetta þarf að gera svo lönd örvænti ekki og vilji jafnvel fara úr bandalaginu. […]
Ég held að þá [með aðild að evru-samstarfinu] hefði verið erfiðara fyrir Ísland að takast á við efnahagskreppuna. Kreppan hefði verið dýpri, meira atvinnuleysi og lítil von um umskipti á næstunni. Íslenska krónan hefur lækkað mikið í verði og það hefur verið lykillinn að því að blása lífi í efnahaginn.
Hagkerfið ykkar er sérstakt, hagsveiflur eru aðrar en á evruvæðinu. Oft og tíðum er peningamálastefnan frá Brussel ekki rétt fyrir ykkur. Ég mæli með því að þið bíðið þar til óvissan í Evrópusambandinu verður minni. Ég myndi sannarlega ekki taka upp evruna núna.“
Paul De Grauwe (f. 1946) varð prófessor í febrúar 2012 í London School of Economics en áður gegndi hann stöðu prófessors við Katholieke Universitet Leuven. Hann er með doktorspróf frá Johns Hopkins háskólanum í Baltimore í Bandaríkjunum. Hann hefur unnið á vegum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Seðlabanka Evrópu og starfað sem gestaprófessor við háskólana í Michigan, Tilburg, Kiel og Saarbrücken, auk þess við Wharton School í Banadríkjunum, Frjálsa háskólann í Berlín og háskólann í Amsterdam. Hann hefur setið í ráðgjafanefnd um efnahagsmál fyrir José Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjórnar ESB, og er dálkahöfundur í The Financial Times. Þá hefur hann verið virkur þátttakandi í flæmskum stjórnmálum og setið á þingi í Belgíu.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.