Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, sætir mikilli gagnrýni af hálfu traustustu stuðningsmanna sinna eftir framgöngu sína þegar Hugo Chavez, forseti Venezúela, var borinn til grafar.
Klerkar og nánir samstarfsmenn Ahmadinejads Íransforseta telja hann hafa brotið reglur kóransins með því að taka utan um og hugga Elenu Frias, móður Chavez, við útför sonar hennar. Gagnrýni tók að heyrast á forsetann strax föstudaginn 8. mars þegar mynd af Ahmadinejad með konu í faðminum fór um heiminn.
Margir áhrifamiklir klerkar í borginni Qom, miðstöð íranska klerkaveldisins, segja í írönskum blöðum þriðjudaginn 12. mars að faðmlag á borð við þetta sé bannað að islömskum lögum og Ahmadinejad er sakaður um að gera sig að „fífli“ segir á arabísku vefsíðunni Al-Arabiya.
Samkvæmt ströngum skilningi á íslömskum reglum er líkamleg snerting milli einstaklinga af ólíku kyni ekki leyfð nema innan fjölskyldunnar.
Á þingi Írans situr hópur íhaldssamra þingmanna sem studdu Ahmadinejad í forsetakosningunum 2008. Þingmennirnir telja forsetann hafa brugðist sér með óverjanlegri framgöngu sinni.
Mohammed Dehghan þingmaður segir við Al-Arabiya – án þess að nefna Ahmadinejad á nafn – að svona hegðun þjóðþekkts landsföður sé í andstöðu við það sem almenningur telji sig mega vænta af þeim sem segist knúinn áfram og stjórnað af trúarlegri sannfæringu. Hann notar einnig tækifærið til að vara við því að þeir stuðningsmenn Mamouds Ahmadinejads, sem Ali Khamanei, andlegur leiðtogi Írans, kallar „hina siðlausu“, fái of mikil áhrif. Það eigi að kalla Ahmadinejad á skólabekk hjá hinum andlegu leiðtogum og kenna honum lexíu.
Mohammed Taghi Rahbar sem hefur verið stuðningsmaður Ahmadinejads eins og Mohammed Dehghan segir að forsetinn hafi misst stjórn á sér við jarðarförina.
Fyrir utan framgönguna í jarðarförinni sjálfri hefur það farið fyrir brjóstið á mörgum sanntrúuðum í Íran að Ahmadinejad hafi í samúðarbréfi til íbúa Venezúela lýst látnum forseta þeirra sem „píslarvotti“ sem muni rísa upp frá dauðum og snúa aftur til jarðar í fylgd með Jesú Kristi og Mahdi sem er heilagur maður, einkum í augum shíta-múslíma.
Forystumenn shíta hafa sagt opinberlega að Ahmadinejad ætti að vita nógu mikið um trúmál til að senda ekki slíkt frá sér og þeir hvetja hann til að láta hjá líða að tjá sig um trúmál þann tíma sem hann á eftir á forsetastóli, það er til ágúst 2013.
Forsetinn hafði áður sætt gagnrýni fyrir að sýna þjóðlegum degi syrgjenda óvirðingu í tengslum við andlát Chavez.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.