Miðvikudagurinn 27. janúar 2021

ESB-þingið: Shimon Peres hvetur Arababandalagið til að grípa í taumana í Sýrlandi vegna fjöldamorða þar


12. mars 2013 klukkan 22:11

Shimon Peres, forseti Ísraels, flutti ræðu á ESB-þinginu í Strassborg þriðjudaginn 12. mars og lýsa fréttamenn henni sem „sögulegri“ en þar hvatti hann meðal annars Arababandalagið til íhlutunar í Sýrlandi „til að stöðva fjöldamorðin“.

Shimon Peres

„Arababandalagið getur og því ber að stofna bráðabirgðastjórn í Sýrlandi til að stöðva fjöldamorðin, til að koma í veg fyrir að Sýrland molni í sundur. Sameinuðu þjóðirnar ættu að styðja Arababandalagið við að koma á fót arabaher með bláa hjálma,“ sagði Peres í ræðu í ESB-þinginu. Hann er fyrsti þjóðhöfðingi Ísraels sem ávarpar þingið í tæpa þrjá áratugi.

Hinn frjálsi heimur sagði hann „getur ekki horft aðgerðalaus á þegar sýrlenski forsetinn fremur fjöldamorð á eigin þjóð, á eigin börnum.“

Vestrænir leiðtogar hafa nokkrum sinnum beitt sér í öryggisráði SÞ fyrir heimild til íhlutunar í Sýrlandi en Rússar og Kínverjar hafa komið í veg fyrir allar aðgerðir. Stig af stigi hafa ESB og Bandaríkin viðurkennt stjórnarandstöðuhópa í Sýrlandi. Báðir aðilar hafa staðið að vopnasölubanni af ótta við að vopnin kynnu að komast í hendur öfgamanna. Nýlega opnuðu ESB og Bandaríkin glufu til að senda mætti minniháttar vopn til stjórnarandstæðinga.

Stjórnmálaþrýstingur hefur ekki dugað til knýja Bashar al-Assad Sýrlandsforseta til að afsala sér völdum. Vestrænir ráðamenn óttast að finnist ekki pólitísk lausn á Sýrlandsstríðinu í bráð kunni landið að verða pólitískt upplausnar- og hættusvæði eins og Sómalía.

Borgarastríð hefur verið háð í tvö ár í Sýrlandi. Sameinuðu þjóðirnar telja að 70.000 manns hafi fallið og um 2 milljónir manna séu án heimilis. Um 1 milljón manna hefur flúið til nágrannaríkjanna Tyrklands, Jórdaníu og Líbanons.

Peres segir að Bashar al-Assad sé ógn við allt svæðið „og jafnvel einnig Evrópu“ og minnir á að í Sýrlandi séu efnavopn. Aðeins Arababandalagið geti komið í veg fyrir að efnavopn lendi i röngum höndum.

Í ræðu sinni nefndi Ísraelsforseti að hafa bæri sérstakt auga með Írönum og Hezbollah-hreyfingunni því að ekki mætti hafa hótanir að engu.

Peres sagði stjórn Írans vera „mestu ógn við frið í heiminum“ og minnti á hótanir stjórnarinnar í garð Ísraela og neitun íranskra ráðamanna um að hætta hreinsun úraníum sem vestrænir sérfræðingar óttast að unnt verði að nýta til að framleiða kjarnorkuvopn.

Hann sagði líbanska Hezbollah-hópinn vera hryðjuverkahóp og hvatti ESB-þingmenn til að setja þann sama stimpil á hópinn.

Um þessar mundir þrýsta Ísraelar og Bandaríkjamenn á ESB með óskum um að sambandið setji Hezbollah hópinn á lista eftir hryðjuverkamenn. „Rödd ykkar nýtur mikillar virðingar“ sagði Peres og tók undir með þeim sem kalla: „Við skorum á ykkur – kallið hryðjuverk, hryðjuverk.“

Chaim Herzog var síðasti þjóðhöfðingi Ísraels á undan Peres, sem flutti ávarp í þingi ESB. Það gerðist fyrir 28 árum þegar aðildarríki ESB voru 10.

Heimild: DW

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS