Laugardagurinn 23. janúar 2021

Frans, nýr páfi, sýnir lítillæti við upphaf ferils - fyrsti Jesúítinn á páfastóli


14. mars 2013 klukkan 16:56

Jorge Mario Bergoglio (76 ára), erkibiskup í Buenos Aires, var kjörinn páfi um rúmlega 18.00 að íslenskum tíma miðvikudaginn 13. mars. Hann tók sér nafnið Frans og er fyrsti páfi frá Suður-Ameríku og fyrsti Jesúíti sem verður páfi. Hann er þekktur fyrir einfalt líferni og náin tengsl við almúgafólk.

Frans páfi

Hann hóf fimmtudaginn 14. mars með bænastund í Santa Maria Maggiore kirkjunni í Róm og fékk starfsfólk hennar aðeins tíu mínútur til að búa sig undir komu páfa í kirkjuna. Hann fór inn um hliðardyr og fór með bæn sína fyrir framan helgimynd af Maríu mey.

Undanfarin 1300 ár hafa páfar komið frá einhverju Evrópulandi þar til nú. Georg Gänswein, þýskur erkibiskup og yfirmaður heimilishalds páfa, til langs tíma aðstoðarmaður Benedikts páfa XVI sem sagði af sér 28. febrúar var í fylgd með Frans.

Eftir að páfi hafði beðist fyrir í Santa Maria Maggiore gekk hann yfir götu í barnaskóla handan hennar og heilsaði börnum og vegfarendum. Hann hélt síðan í gistihús presta við Piazza Navona í hjarta Rómar, þar sem hann dvaldist áður en hin lokaða samkunda kardínálanna hófst, náði í eigur sínar og greiddi reikning.

David Willey, fréttaritari BBC, segir að Frans páfi muni fyrst og fremst biðja fyrir lausnum á vandamálum kirkju sinnar en ekki haga sér eins og forstjóri og fara um með nýjan vönd í hendi.

Fréttaritarinn segir hins vegar að ákvörðun páfa um að hitta fjölmiðlamenn á undan öllum öðrum á sérstökum fundi að morgni laugardag 16. mars sýni að hann telji bænirnar einar ekki duga til að takast á við málefni kaþólsku kirkjunnar á þessum örlagatíma í langri sögu hennar.

Sem Jesúíti sé Frans félagi í þeirri reglu innan kaþólsku kirkjunnar þar sem völd og reynsla séu ef til vill mest. Jesúítar séu sérfræðingar í almannatengslum og það sé táknrænt að einn þeirra sem páfi kallaði einna fyrst á sinn fund að morgni fimmtudags 14. mars hafi verið pater Federico Lombardi, yfirmaður útvarps Páfagarðs (sem Jesúítar hafa rekið lengi) og fjölmiðladeildar Páfagarðs.

Pater Lombardi var óbreyttur starfsmaður Páfagarðs í tíð Benedikts XVI. páfa og hafði engan beinan aðgang að páfanum. Honum gafst ekki tækifæri til að átta sig á því sem var að ræða í símtali – hann fékk einfaldlega boð frá aðalskrifstofu Páfagarðs um hvað hann ætti að segja eða gera. Fréttaritari BBC segir að á einni nóttu hafi þetta breyst.

Fjölmiðlamenn segja að Frans hafi snert hjörtu mannfjöldans sem hafði safnast saman í Péturstorginu og sannað lítillæti sitt með því að segja fyrst: Buona Sera (gott kvöld) og biðja fólkið að biðja fyrir honum áður en hann blessaði mannfjöldan af svölum Péturskirkjunnar.

Fréttir úr Páfagarði um fyrstu stundir páfa í embætti drógu einnig athygli að lítillæti Frans páfa, hann hefði ekki notað sérstakan bíl eða skjól frá öryggisvörðum heldur farið í rútu með öðrum kardínálum á milli húsa í Páfagarði.

Klukkan 16.00 að íslenskum tíma fimmtudaginn 14. mars hófst messa fyrir kardínála í Sixtinsku-kappellunni þar sem páfi prédikar. Hann gerði það á ítölsku og flutti ræðuna að verulegu leyti blaðalaust.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS