Sunnudagurinn 24. janúar 2021

Leiðtogar ESB-ríkja koma saman í Brussel í von um að geta falið ágreining um meginleiðir í efnahagsmálum


14. mars 2013 klukkan 17:39

Leiðtogar ESB-ríkjanna munu á fundi sínum fimmtudaginn 14. og föstudaginn 15. mars í Brussel leitast við að finna samnefnara á milli krafna um aðhald í ríkisfjármálum og útgjalda í þágu vaxtar. Atvinnuleysi hefur aldrei verið jafnmikið innan ESB og sérstaklega evru-svæðinu, einkum meðal ungs fólks.

Um 15.000 mótmælendur komu saman í Brussel, skammt frá fundarstað leiðtoganna, til að mótmæla niðurskurði útgjalda.

Leiðtogar evru-ríkjanna 17 koma saman til sérstaks fundar að kvöldi fimmtudags 14. mars og ætla meðal annars að ræða hvort samþykkja eigi neyðarlán til Kýpverja sem yrði afgreitt af fjármálaráðherrum ríkjanna síðdegis föstudaginn 15. mars. Christine Lagarde, forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, tekur þátt í fundum um neyðarlán til Kýpur.

Talið er líklegt að leiðtogaráð ESB sendi frá sér yfirlýsingu þar sem lögð sé áhersla á aga í ríkisfjármálum og aðgerðir til að auka hagvöxt. Leitast verður við að fela ágreining milli leiðtoganna um þessar leiðir.

Françcois Hollande Frakklandsforseti dró athygli að hve erfitt er fyrir mörg ESB-ríki að ná tökum á ríkisfjármálum sínum þegar hann staðfesti þriðjudaginn 12. mars að ólíklegt væri að frönsk stjórnvöld gætu staðið við skuldbindingu sína gagnvart ESB um að ná halla á ríkissjóði niður fyrir 3% á árinu 2013. Hollandes sagðist ekki treysta sér til að ganga lengra en þegar hefði verið boðað og hallinn yrði líklega 3,7%.

Jens Weidmann, seðlabankastjóri Þýskalands, brást við ummælum forsetans með þeim orðum að umbætur Frakka hefðu „klúðrast“ og það skipti miklu að ríkisstjórnir stærstu evru-ríkjanna stæðu við skuldbindingar sínar í ríkisfjármálum.

Á marsfundi ESB-leiðtogaráðsins eru teknar ákvarðanir um viðmiðanir vegna árlegs eftirlits ESB með fjárlagagerð einstakra ríkja. Umræður á fundinum munu ráða miklu hvaða tökum verður beitt við eftirlitið og hve hart verður gengið fram gagnvart einstökum ríkjum.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS