Michalis Sarris, fjármálaráðherra Kýpur, sagði laugardaginn 23. mars að „umtalsverður árangur“ hefði náðst í viðræðum sínum við þríeykið, ESB, Seðlabanka Evrópu (SE) og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (AGS) um neyðarlán til Kýpur, þó væru ýmis mál enn óleyst. Nú er rætt um allt að 25% gjald á 100.000 evru og hærri innistæður í Bank of Cyprus.
Nú um helgina er stefnt að því að yfirvöld á Kýpur og á evru-svæðinu nái saman um 10 milljarða evru neyðarlán til að bjarga fjárhag Kýpverja enda leggi þeir sjálfir 5,8 milljarða evra af mörkum.
Sarris ræddi við fulltrúa þríeykisins og var tiltölulega sáttur að þeim loknum en sagði að vinna þyrfti áfram að nokkrum málum. Seðlabanki Evrópu hefur veitt ríkisstjórn Kýpur frest til mánudags 25. mars til að bjóða viðunandi lausn á skilyrðum vegna neyðarlánsins.
Fjármálaráðherrann sagði að viðræðurnar snerust að hluta um tillögu um að leggja gjald á sparifé og inneign í Bank of Cyprus, stærsta banka eyjunnar. Stefnt er að viðræðum verði fram haldið um helgina. Fundur fjármálaráðherra evru-ríkjanna hefur verið boðaður í Brussel síðdegis sunnudaginn 24. mars.
Í frétt AFP-fréttastofunnar segir að ríkisstjórn Kýpur velti nú fyrir sér allt að 25% gjaldi á 100.000 evru og hærri innistæður í Bank of Cyprus auk þess að skipta næststærsta bankanum, Laiki-banka, í „góðan“ og „vondan“ banka.
Sarris var spurður hvort rætt væri um svona hátt gjald og svaraði: „Ég var beðinn um að gefa vísbendingu og sagði að talan sem hefði verið rædd undanfarna 24 tíma væri á þessu bili. Hvort þessi hundraðshluti verður niðurstaðan eða ekki er eitt af því sem um er til umræðu, síðar í dag verðum við með nákvæmari tölu.“
Sarris taldi líklegt að frumvarp til laga yrði kynnt á þingi Kýpur laugardaginn 23. mars og yrði tekið til afgreiðslu þar.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.