Mánudagurinn 25. janúar 2021

DT: Myntbandalagið er ógnun við eignir fólks


28. mars 2013 klukkan 10:07
Ambrose Evans-Pritchard

Ambrose Evans-Pritchard, alþjóðlegur viðskiptaritstjóri Daily Telegraph í London segir að engin björgun felist í aðgerðum ESB/AGS/SE á Kýpur. Það sé ekki verið að draga úr skuldum lýðveldisins Kýpur. Aðgerðirnar, sem hann kallar „Diktat“ sem jafngildir íþyngjandi fyrirmælum sigurvegara gagnvart hinum sigruðu, muni auka skuldir Kýpur þannig að þær nemi um 120% af vergri landsframleiðslu og þeim fylgi mikil áhætta um sambærilegan vítahring og Grikkland sé í þar sem allt fari niður á við.

Gjaldeyrishöftin hafi splundrað samstöðu innan myntbandalagsins. Kýpversk evra sé ekki sama og evra. Nú sé bara beðið eftir því hvaða verzlun verði fyrst til að hafna evru, sem gefin er út á Kýpur, sem greiðslu. Aðild Evrópusambandsins að hinum upphaflegu áformum um að skattleggja tryggðar innistæður veki upp spurningar um hvort þessir aðilar muni stela hvaða peningum sem er, ef þeir telji það sér til hagsbóta. Myntbandalagið sé ógnun við eignir fólks.

Þá segir Evans-Pritchard að stjórnvöld í Þýzkalandi ljúgi að landsmönnum um kostnaðinn við að halda evrunni. Samkomulagið eigi að koma í veg fyrir að skattgreiðendur í öðrum evrulöndum borgi en veruleikinn sé sá, að kostnaðurinn hafi verið færður yfir á Seðlabanka Evrópu. Kostnaðurinn komi fyrr eða síðar fram í efnahagsreikningi Bundesbank. Angela Merkel muni gera hvað sem er fram yfir kosningar í september til þess að fela hinn raunverulega kostnað við evruna fyrir Þjóðverjum.

Evans-Pritchard segir að Kýpur verði ekki samkeppnisfær í ferðaþjónustu við Tyrkland, Króatíu eða Egyptaland. Hann víkur að Íslandi og segir að gengislækkun krónunnar hafi forðað Íslendingum frá miklu atvinnuleysi og vakið atvinnulífið upp frá dauðum. Nú sé búið að lækka gengi krónunnar svo mikið að það borgi sig að rækta tómata í gróðurhúsum nálægt heimskautsbaug.

Ritstjórinn segir að lokum að Kýpur hafi sýnt fram á að myntbandalagið sé farið út af sporinu og sé ógnun við stöðugleika. Þess vegna eigi að splundra því áður en það eyðileggja það samfélagskerfi, sem byggt hafi verið upp í Evrópu frá stríðslokum.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Bólgan vex en hjaðnar samt

Nú mæla hagvísar okkur það að atvinnuleysi fari vaxandi og jafnframt að verðbólgan færist í aukana. Það er rétt að atvinnuleysið er að aukast og er það í takt við aðra hagvísa um minnkandi einkaneyslu, slaka í fjárfestingum og fleira. Það er hinsvegar rangt að verðbólgan sé að vaxa.

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS