ESB þarf á EES að halda vegna Noregs-efasemdarmönnum um evru mun fjölga á Evrópuþingi að ári
Ásmundur Einar Daðason, alþingismaður og formaður Heimssýnar, segir í viðtali við Evrópuvaktina að megin niðurstaða hans eftir samtöl við ráðamenn og áhrifamenn hjá Evrópusambandinu og Evrópuþinginu í Brussel skömmu fyrir páska sé sú, að fyrir utan innsta kjarnan í ESB séu menn í Brussel illa upplýstir um þá djúpu og sterku andstöðu, sem sé hér á Íslandi gegn aðild að Evrópusambandinu. Jafnframt sé ljóst, að þeir sem hafi haldið því fram hér að eins konar kalt stríð mundi brjótast út á milli Íslands og Evrópusambandsins ef Ísland stöðvi viðræður hafi rangt fyrir sér. Í Brussel sé enginn áhugi á að styggja Íslendinga.
Þá segir Ásmundur Einar að það hafi komið skýrt í ljós í samtölum hans, Tómasar Inga Olrich, fyrrum ráðherra, alþm. og sendiherra, Halldóru Hjaltadóttur, formanns Ísafoldar, Þorleifs Gunnlaugssonar, varaborgarfulltrúa VG og Gunnlaugs Ólafssonar, framkvæmdastjóra Heimssýnar, við bæði sendherra Noregs í Brussel o.fl. að því fari víðs fjarri að EES-samningurinn sé að syngja sitt síðasta eins og haldið hefur verið fram hér. Þvert á móti sé það svo, að ESB þurfi ekki síður á því samstarfi við Noreg að halda sem þar fari fram en Noregur. ESB fái bæði gas og olíu frá Noregi og Noregur sé fimmta stærsta viðskiptaland ESB.
Ásmundur Einar segir að aðilar innan hagsmunasamtaka sjávarútvegsfyrirtækja, sem sendinefnd aðildarandstæðinga átti fundi með hafi hlegið að hugmyndum um að Ísland fengi varanlegar undanþágur frá sjávarútvegsstefnu ESB. Það yrði aldrei. Það ætti við um veiðiheimildir, fjárfestingar í sjávarútvegsfyrirtækjum, forræði yfi samningum um deilistofna og almennt um stjórn fiskveiða innan íslenzkrar lögsögu.
Þá vakti það athygli Ásmundar Einars að á Evrópuþinginu er því spáð að eftir kosningar til þess á næsta ári muni efasemdarmönnum um evruna fjölga mjög á Evrópuþinginu og þar með þeim, sem standi gegn þeirri þróun í átt til sameiningar Evrópu, sem nú standi yfir. Þvert á móti sé sundurlyndi vaxandi á meðal Evrópuríkja
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.