Forsætisráðherra Noregs hefur fengið bréf frá 13350 einstaklingum, sem hvetja hann til þess að koma í veg fyrir að Statoil taki þátt í leit að olíu og gasi í rússneskri lögsögu með rússneska olíufyrirtækinu Rosneft, sem sé „skítugasta“ olíufyrirtæki í Rússlandi. Barents Observer sem segir frá þessu segir að Rosneft krefjist mikilla skattaívilnana og hafi mikinn metnað á Norðurslóðum en geti ekki fylgt þeim metnaði fram án erlends fjármagns og erlendrar tækni. Starfsemi þess hafi nú þegar leitt til þess að alvarleg umhverfisslys hafi orðið í Síberíu og lífshættir fólks á þeim slóðum hafi orðið fyrir skaða.
Í bréfinu segir að slakari kröfur, sem gerðar eru til umhverfismála í Rússlandi en annars staðar ætti ekki að hagnýta í þágu aukins hagnaðar fyrir Statoil. Í því sambandi er bent á að í Alaska hafi olíuleit verð frestað um skeið,
Greenpeace í Moskvu sakar Statoil um tvöfallt siðgæði. Fyrirtækið eigi að fylgja sömu starfsreglum annars staðar og því beri að fylgja í Noregi.
+Hér birtist í heild bréf sem Víglundur Þorsteinsson afhenti í Alþingishúsinu mánudaginn 10. febrúar. Áður hafði Víglundur skrifað Einari K. Guðfinnssyni forseta Alþingis um sama efni.+ Bréf til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, Hr. formaður Ögmundur Jónasson Í framhaldi af b...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.