ESB-þingmaður frá Austurríki kastaði stríðshanska fimmtudaginn 4. apríl þegar hann birti tveggja ára lista úr dagbók sinni um alls konar boð frá hagsmunamiðlurum (lobbyistum). Segir hann listann sýna að þörf sé á reglum um starfsemi þessa fólks.
Hans-Peter Martin, ESB-þingmaður frá Austurríki, segir að heildarverðmæti þess sem sér hafi staðið til boða á þeim tíma sem fellur undir listann sé um 65.000 evrur (um 10 m. ISK), þar sé um að ræða ferðir á kostnað ríkisstjórnar og einnig boð um að nota nuddstól.
Martin er einn 749 ESB-þingmanna. Hann sagði að „íhaldssamt“ mat sitt væri að hagsmunamiðlarar hefðu við sig samband að minnsta kosti þrisvar sinnum á vejulegum degi. Þingmaðurinn vill að tafarlaust verði bundinn endir á þetta.
Þingmaðurinn starfar sem óháður og situr í nefnd þingsins um efnahags- og peningamál sem talin er meðal hinna áhrifameiri og skiptir til dæmis miklu við mótun nýrra reglna um fjármálastarfsemi innan ESB. Martin óttast að það sem hann hafi kynnst sé aðeins toppurinn á ísjakanum.
Í frásögn sinni um efni dagbókarinnar segir Martin að af 1,427 færslum í dagbókina hafi hann 315 sinnum skráð að hagsmunamiðlarar hafi reynt að hafa áhrif á hvernig hann greiddi atkvæði.
„Ég held ekki fram að þetta séu tæmandi tölur,“ segir þingmaðurinn við AFP-fréttastofuna en hann starfaði áður sem blaðamaður. Hann lagði fram dagbók sína eftir að hafa verið hreinsaður af ásökun um að hafa misnotað starfskostnaðargreiðslur þingsins.
„Ég er bara ósköp venjulegur þingmaður, aðrir eru miklu meira spennandi viðfangsefni fyrir hagsmunamiðlara,“ sagði hann. „Það væri til bóta ef allir ESB-þingmenn fylgdu sömu reglum og skráðu viðmælendur sína og aðra sem hafa við þá samband.“ Hann benti hins vegar á að margir létu sér lítið um slíkt finnast.
Talið er að nú starfi um 15.000 hagsmunamiðlarar í Brussel. Eins og málum er nú háttað ber þeim aðeins að skrá nafn sitt á lista í vörslu ESB ef þeir vilja. ESB-þingið og framkvæmdastjórn ESB samþykktu reglur um þetta árið 2011 eftir kvartanir vegna þess hvernig háttsettir embættismenn gættu einkahagsmuna sinna. Kirkjur og trúfélög, stjórnmálaflokkar og sveitarstjórnir falla ekki undir þessar reglur.
Jan Philipp Albrecht, ESB-þingmaður þýskra græningja, sagði AFP-fréttastofunni að erfitt yrði að fá samþykki við bindandi reglum um hagsmunamiðlara. Hann sagði að ESB-þingmenn yrðu einkum fyrir áreiti frá „stórfyrirtækjum sem hafa efni á því“. Hann hvatti til þess að til sögunnar kæmi skyldu-skráning og hvatti ESB-þingmenn til birta lista yfir kvöldverðarboð til að almenningur gæti áttað sig hvort enn mætti finna einhvern sjálfstæðan þingmann.
„Það má benda á þingmenn sem eru svo að segja stöðugt undir áhrifum stórra fyrirtækja án þess að nokkuð sé í því gert,“ sagði hann.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.