Föstudagurinn 22. janúar 2021

Bitcoin - rafræn mynt hækkar í verði og vekur athygli


4. apríl 2013 klukkan 16:49

Bitcoin, rafræn mynt, dregur að sér vaxandi athygli á netinu og í fjármálaheiminum eftir að hún hækkaði gífurlega í verði á fáeinum vikum. Um bitcoin er fjallað æ fleiri fjölmiðlum sem leitast við að skýra fyrir lesendum sínum eða áheyrendum um hvað er að ræða því að fæstir vita hið minnsta um fyrirbærið.

Í The Daily Telegraph er fimmtudaginn 4. apríl leitast við að lýsa bitcoin. Um er að ræða gjaldmiðil eða rafræna mynt sem unnt er að nota til að kaupa varning á netinu.

Hver bitcoin eining er kódi sem verður til við mjög hægfara tölvuvinnslu sem kölluð er „mining“ (námuvinnsla) þar sem krafist er búnaðar og forrits.

Á netinu eru bitcoin-miðlarar og hjá þeim velur maður „virtual wallet“ (rafrænt veski). Það er með öðrum orðum unnt að fá einingar frá öðrum notendum og senda þær áfram. Það er unnt að kaupa bitcoins hjá sérhæfðum skiptimiðlurum á netinu og einnig er unnt að skiptast á þeim á netmörkuðum eins og eBay.

Athygli hefur beinst að bitcoin nýlega af því að verð á þeim hefur margfaldast frá því í nóvember úr 10 dollurum fyrir einingu í 140 dollara í þessari viku.

Við uppsetningu á þessu rafræna myntkerfi var séð til þess að til yrðu 21 milljón bitcoin-einingar nú eru um 11 milljón í notkun og er talið að þær séu 1,4 milljarða dollara virði.

Enginn seðlabanki kemur við sögu hjá bitcoin og því verður ekki dregið úr verðgildi eininganna með útgáfu fleiri en boðað hefur verið. Einn kosturinn við bitcoin er að í notkun þeirra felst traust í garð einstaklinga en ekki á seðlabanka eða ríkisstjórnir. Þá er ekki auðvelt að rekja viðskipti sem stunduð eru með bitcoin.

Sumir óttast að bitcoin sé ekki annað en blaðra sem eigi eftir að springa eins og aðrar fjármála-blöðrur.

Enginn veit hver hleypti bitcoin af stokkunum. Upphafið hefur verið kennt við einhvern sem kallar sig Satoshi Nakamoto, er þetta talið dulnefni. Nú heldur hópur fólks utan um bitcoin sem ókeypis, opið forrit.

Sumir telja að bitcoin sé aðeins fyrsta rafræna myntin aðrir segja að um blöðru sé að ræða, aðrir minna á að þannig hafi verið talað um internetið á sínum tíma – ekki alls fyrir löngu. Það lifir góðu lífi.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Bréf Víglundar til stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar: Leynimakk við kröfuhafa á svig við neyðarlögin

+Hér birtist í heild bréf sem Víglundur Þorsteinsson afhenti í Alþingis­húsinu mánudaginn 10. febrúar. Áður hafði Víglundur skrifað Einari K. Guðfinnssyni forseta Alþingis um sama efni.+ Bréf til stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar Alþingis, Hr. formaður Ögmundur Jónasson Í framhaldi af b...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS