Þýskir fjölmiðlar hafa brugðist við mörgu sem finna má í skjölunum „Offshore Leaks“ – aflandsleki – sem birt voru fimmtudaginn 4. apríl og snúast um reikningseigendur í löndum sem kennd eru við skattaskjól.
Samband þýskra banka hefur hafnað fullyrðingum um að þýskar fjármálastofnanir séu meðábyrgar vegna ákvarðana reikningseigenda um að skjóta undan skatti með því að koma fé fyrir erlendis. Það séu reikningseigendur sjálfir sem beri þessa ábyrgð. Andreas Schmitz, forseti bankasambandsins, sagði: „Í fremstu línu eru einstaklingar og félög eða stofnanir sem ávaxta fé sitt í skattaskjólum.“
Münchenarblaðið Süddeutsche Zeitung, eitt þeirra blaða í 47 löndum sem fengið hefur aðgang að gögnum sem lekið var á síðasta ári til Alþjóðasambands rannsóknarblaðamanna í Washington DC, sagði í leiðara föstudaginn 5. apríl:
„Skattaskjól eru ekki sköpuð af Guði heldur þeim sem stunda fjármála-kapítalisma; pálmatrén og hvítu strandirnar segja ekki alla söguna. Þessir draumastaðir eru ekki skilyrði þess að veitt sé vernd gegn skattheimtumönnum, staðirnir eru hins vegar kjörið dulargervi fyrir óhrein viðskipti.“
Greinendur hafa í marga mánuði rýnt í 260 gígabæt af upplýsingum sem blaðamenn hafa undir höndum í um 2,5 milljón skjölum. Meðal þeirra 130.000 sem grunaðir eru um skattsvik frá 170 löndum sem nefnd eru í skjölunum eru nöfn frægs fólks eins og olígarka og vopnasala. Upplýsingarnar eru frá tveimur fyrirtækjum sem sérhæfa sig í að stofna aflandsreikninga og þær voru afhentar International Consortium of Investigative Journalists (ICIJ) í Washington D.C. - Alþjóðasambandi rannsóknarblaðamanna í Washington – á síðasta ári án þess að vitað sé um heimildarmann.
Eftir að fréttir tóku að birtast úr skjölunum hvatti framkvæmdastjórn ESB ríkisstjórnir til að herða fjármálareglur sínar og eftirlit.
Meðal þeirra sem nefndir hafa verið til sögunnar eftir að rýnt hefur verið í aflandsleka-skjölin er Jacques Augier sem var fjármálastjóri François Hollandes Frakklandsforseta í forsetakosningabaráttunni árið 2012. Fyrr í þessari viku vöktu fréttir um að Jérôme Cahuzac, frv. fjárlagaráðherra í stjórn sósíalista í Frakklandi, hefði falið fé á reikningi í Sviss mikla athygli.
Heimild: DW.DE
+Hér birtist í heild bréf sem Víglundur Þorsteinsson afhenti í Alþingishúsinu mánudaginn 10. febrúar. Áður hafði Víglundur skrifað Einari K. Guðfinnssyni forseta Alþingis um sama efni.+ Bréf til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, Hr. formaður Ögmundur Jónasson Í framhaldi af b...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.