Fimmtudagurinn 22. apríl 2021

Portúgal: Niðurstaða dómstóls skapar „flókna stöðu“-kröfur um kosningar

Forsætis­ráðherrann ávarpar þjóðina í kvöld


7. apríl 2013 klukkan 08:15
Stjórnlagadómstóll Portúgals

Ríkisstjórn Portúgals sendi frá sér yfirlýsingu í gær eftir neyðarfund þar sem segir að niðurstaða stjórnlagadómstóls landsins um að vissir þættir í aðhaldsaðgerðum til að uppfylla skilyrði ESB/AGS/SE fyrir lánveitingum valdi vandamálum vegna fjárlaga næsta árs og geti skaðað orðspor Portúgals á alþjóða vettvangi. Þetta kemur fram í Financial Times. Stjórnarandstaðan hefur krafizt kosninga en forseti landsins Aníbal Cavaco Silva segir að ríkisstjórnin hafi enn lýðræðislegt umboð.

FT segir ólíklegt að forsætisráðherrann Pedro Passos Coelho segir af sér eftir fund hans, fjármálaráðherrans og forsetans í gær. Búizt er við að forsætisráðherrann ávarpi þjóðina í kvöld en ríkisstjórnin segir dómstólinn hafa skapað flókna stöðu, þegar framundan sé ákvörðun fjármálaráðherra evruríkja um greiðslu næsta áfanga neyðarláns til Portúgals.

Niðurstaða dómstólsins á föstudagskvöld þýðir að fjórir af umdeildum níu þáttum aðhaldsaðgerða þar á meðal lækkun á launum opinberra starfsmanna og lækkun lífeyris teljist brot á ákvæðum stjórnarskrár um jafnræði þegar byrðum er skipt og ekki megi gera upp á milli þeirra sem starfa hjá opinberum aðilum og einkaaðilum.

Niðurstöður dómstólsins snerta um 20% af þeim 5 milljarða evra sparnaði, sem ríkisstjórnin ætlaði að ná með þessum aðgerðum

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS