Fimmtudagurinn 22. apríl 2021

Norski Mið­flokkurinn vill úr Schengen í andstöðu við flokksforystuna


7. apríl 2013 klukkan 14:26

Norski Miðflokkurinn samþykkti á landsfundi sínum að vinna markvisst að úrsögn Noregs úr Schengen-samstarfinu segir í blaðinu Nationen sunnudaginn 7. apríl. Vill flokkurinn að tekið verði eftirlit á landamærum Noregs til að stöðva erlenda glæpamenn. Þá vill flokkurinn að það sé langtímamarkmið að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildina að EES.

Frá landsfundi norska Miðflokksins 6. apríl 2013

Ungliðahreyfing flokksins barðist fyrir samþykktinni um Schengen og Jenny Klinge þingmaður lagði tillögunni einnig öflugt lið. Ole Borten Moe orkumálaráðherra og Trygve Slagsvold Vedum landbúnaðarráðherra, varaformenn flokksins, lögðust hart gegn ályktuninni um úrsögn úr Schengen.

Jenny Klinge situr í dómsmálanefnd norska stórþingsins. Hún er mjög ánægð með niðurstöðu landsfundarins. Úrsögn úr Schengen-samstarfinu hafi verið baráttumál sitt síðan 2009.

Helga Pedersen, þingflokksformaður Verkamannaflokksins, sem situr í stjórn með Miðflokknum og SV-flokknum, sagði við Nationen nokkrum dögum fyrir landsfund Miðflokksins að úrsögn úr Schengen væri alls ekki á dagskrá ríkisstjórnarinnar.

Klinge segir að þingmenn Verkamannaflokksins megi segja það sem þeir vilja. Miðflokksmenn vilji áfram virða EES-samstarfið en það sé ekkert sem segi að Schengen-samstarfið sé skilyrði þess að menn geti starfað saman.

Trygve Slagsvold Vedum landbúnaðarráðherra segir að Miðflokkurinn hafi staðfest sína frá 2001. Þá var lýst andstöðu við Schengen-samstarfið og áfram verði unnið í sama anda þar til meirihluti verði á stórþinginu fyrir úrsögn úr Schengen. Hann minnir á að aðeins SV og Miðflokkurinn séu á móti Schengen á þinginu.

Á landsfundinum samþykkti Miðflokkurinn að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um EES-aðildina sem langtímamarkmið. Tillagan um þjóðaratkvæðagreiðslu var málamiðlun frá miðstjórn flokksins vegna tillögu frá ungliðum sem vildu ganga lengra í EES-andstöðunni. Orðalag tillögunnar um langtímamarkmið er þess eðlis að það raskar ekki grundvelli stjórnarsamstarfsins um afstöðuna til ESB sem er reist á aðild að EES.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS