Fimmtudagurinn 22. apríl 2021

ESB-aðild Íslands: Evrópu­stofa og formaður viðræðu­nefndar Íslands taka höndum saman um kynningu á lokadögum kosningabaráttu


7. apríl 2013 klukkan 15:34
Frá fundi Evrópustofu á Höfn í Hornafirði 2013.

Nýlega var efnt til fundar í utanríkisráðuneytinu þar sem Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra og formaður ESB-viðræðunefndar Íslands, lagði á ráðin um málflutning í þágu aðildarviðræðnanna í baráttunni vegna þingkosninganna 27. apríl. Páll Vilhjálmsson skýrir frá þessu á vefsíðu sinni sunnudaginn 7. apríl. Hann segir einsdæmi að sendiherra Íslands beiti sér á þennan hátt vegna þinkosninga. Kynningarstarf á vegum utanríkisráðuneytis Íslands fellur í sama farveg og starf á vegum Evrópustofu sem rekin er af stækkunardeild ESB. Evrópustofa nýtur sérstakrar velvildar Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra.

Páll Vilhjálmsson sem starfaði á vegum Heimssýnar og fylgist náið með framvindu ESB-viðræðnanna segir frá því á vefsíðu sinni sunnudaginn 7. apríl að Stefán Haukur Jóhannesson, formaður ESB-viðræðunefndar Íslands, hafi boðað 40 til 50 manns til fundar við sig nýlega í utanríkisráðuneytinu til að leggja á ráðin um hvernig málstað ESB-aðildarviðræðnanna yrði best haldið á loft fram að þingkosningum 27. apríl.

Páll segir að Stefán Haukur telji Jón Bjarnason, þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hafa stöðvað aðlögunarferli Íslands að ESB með því að neita kröfum frá Brussel um breytingar á landbúnaðarkerfinu.

Á fundinum í utanríkisráðuneytinu hafi Stefán Haukur dreift áróðurspunktum sem nota mætti í kosningabaráttunni. Sendiherrann hafi meðal annars sagt „að Ísland myndi frá undanþágu frá sjávarútvegsstefnu ESB“.

Nokkrar umræður hafa orðið um starfsemi Evrópustofu í aðdraganda þingkosninganna. Þýska almannatengslafyrirtækið Media Consulta í Berlín rekur hana í tvö ár frá 2011 fyrir 1,4 milljón evrur frá stækkunardeild ESB. Almannatengslafyrirtækið Athygli er íslenskur umsjónaraðili skrifstofunnar. Hart var brugðist við þegar landsfundur sjálfstæðismanna ályktaði að skrifstofunni skyldi lokað. Flokksþing Framsóknarflokksins vill að setta verði lög til að takmarka starfsemi á borð við þá sem Evrópustofa rekur.

Eins og nafnið gefur til kynna vinnur stækkunardeild ESB að stækkun sambandsins. Hlutverk deildarinnar er annars vegar að gæta hagsmuna ESB gagnvart umsóknarríki og hins vegar að sjá til þess að innan umsóknarríkis mótist þekking og skilningur á ESB sem falli að hagsmunum framkvæmdarstjórnar sambandsins og annarra stofnana þess. Innan Evrópusambandsins hefur þróast sérstakt stjórnstig sem lifir eigin lífi og ber ekki ábyrgð gagnvart neinum heldur fer sínu fram í krafti sáttmála ESB og þeirra reglna sem stjórnkerfið hefur mótað sjálft með eigin hagsmuni í huga. Evrópustofa starfar í þágu þessa stjórnstigs ESB.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS