Ríkisstjórn Portúgals hefur lagt fram tillögu að nýjum fjárlögum fyrir árið 2013 eftir að stjórnlagadómstóll landsins hafði hafnað gildandi fjárlögum. Pedro Passos Coelho forsætisráðherra kynnti tillögurnar sunnudaginn 7. apríl og er þeim ætlað að samræma kröfur stjórnlagadómstólsins og kröfur sem duga til að ríkið fái 78 milljarða evru neyðarlán frá þríeykinu, ESB, Seðlabanka Evrópu (SE) og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS).
Passos Coelho ávarpaði þjóðina sunnudaginn 7. apríl og sagði hættuástand og erfiðleika á sviði fjármála ekki að baki. Hann sagði að ekki yrði um nýjar skattahækkanir að ræða á þessu ári heldur niðurskurð á sviði félagsmála, heilbrigðismála og menntamála.
Ríkisstjórnin brást illa við úrskurði stjórnlagadómstólsins og taldi hann spilla fyrir aðhaldsaðgerðum sínum. Í fjárlögunum sem voru samþykkt fyrir árið 2013 var gert ráð fyrir 5,3 milljarða sparnað, 80% eru fjármögnuð með skattahækkunum sem Vitor Gaspar fjármálaráðherra sagði „gífurlegar“ en óhjákvæmilegar til að bjarga þjóðinni úr kreppunni.
Lánardrottnar Portúgala samþykktu í mars 2013 að veita þeim frest fram til 2015 til að lækka hallann á rikissjóði úr 6,4% af vergri landsframleiðslu árið 2012 í minna en 3%.
Anibal Cavaco Silva Portúgalsforseti og flokksbróðir Passos Coelhos taldi hin samþykktu fjárlög óviðunandi eins og sósíalistarnir í stjórnarandstöðu. Taldi forsetinn að sum ákvæði laganna brytu í bága við meginregluna um að allir Portúgalar ættu að axla jafnar byrðar vegna efnahagsvandans.
„Lögin verða að samrýmast stjórnarskránni en ekki öfugt,“ sagði Joaquim Sousa Ribeiro, forseti stjórnlagadómstólsins, föstudaginn 5. apríl. Hann sagði einnig að úrskurður dómstólsins næði til alls fjárlagaársins 2013 og væri því afturvirkur.
Nú mæla hagvísar okkur það að atvinnuleysi fari vaxandi og jafnframt að verðbólgan færist í aukana. Það er rétt að atvinnuleysið er að aukast og er það í takt við aðra hagvísa um minnkandi einkaneyslu, slaka í fjárfestingum og fleira. Það er hinsvegar rangt að verðbólgan sé að vaxa.
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.