Austurríkismenn eru tilbúnir til að ræða miðlun meiri upplýsinga í því skyni að vinna gegn alþjóðlegu skoti undan skatti, bankaleynd verður þó áfram í gildi sagði Werner Faymann, kanslari Austurríkis, mánudaginn 8. apríl þegar hann brást við harðri gagnrýni frá ESB.
Austurríska blaðið Kleine Zeitung segir frá þessu en viðtal við kanslarinn verður birt þriðjudaginn 9. apríl í blaðinu. Kanslarinn segir stjórn Austurríkis fúsa til að ræða meiri miðlun upplýsinga um „alþjóðlega fjárfesta“.
Kanslarinn ræddi einnig við blaðið Kurier og þar sagði hann að jafnvel þótt „heiður landsins“ væri í veði yrði ekki vegið að bankaleynd í landinu.
„Það yrði fáránlegt ef amma þyrfti að sýna (fjármálaráðherra Mariu) Fekter bankareikninginn sinn. Það skiptir engu máli varðandi alþjóðlegt skatta-undanskot,“ sagði hann.
Hann sagði einnig í Kleine Zeitung að hann vildi þrýsta á Þjóðverja að þeir „leggðu hart að“ David Cameron, forsætisráðherra Breta, vegna Ermarsundseyjanna.
Kanslarinn gagnrýndi einnig Deutsche Bank vegna mikilla umsvifa hans á verndarsvæðum Breta og fyrir aflandsbankastarfsemi.
Ummæli kanslarans féllu eftir að talsmaður Algirdas Semeta, skattamálastjóra ESB, sagði „óviðunandi“ að Austurríkismenn neituðu að leggja lið átaki ESB til að auka sjálfvirka miðlun upplýsinga um reikningseigendur.
Talsmaðurinn sagði að ESB hefði þegar sett „mjög skýrar reglur og mjög stranga staðla“ varðandi skot undan skatti og bankaleynd sem nytu stuðnings 25 aðildarríkja – allra nema Lúxemborgara og Austurríkismanna.
Luc Frieden, fjármálaráðherra Lúxemborgar, sagði sunnudaginn 7. apríl að til athugunar væri innan ríkisstjórnar landsins að auka gagnsæi í bankastarfseminni sem er mikil og arðsöm í landinu.
Michael Spindelegger, varakanslari Austurríkis og utanríkisráðherra, sagði mánudaginn 8. apríl að Austurríki væri „ekki skattaskjól“.
Fekter fjármálaráðherra sagði að Austurríkismenn hefðu „rétt til að inneignir þeirra séu ekki aðeins varðar þegar litið er til fjárhæða heldur einnig þegar litið væri á varðstöðu gegn upplýsingaöflun.“
„Þegar litið til annarra landa i Evrópu sem heimila upplýsingaskipti sjá menn að það hefur ekki skilað neinu í skattgreiðslum,“ sagði hún fjölmiðlamönnum föstudaginn 4.apríl í Brussel.
Hún benti á að Austurríkismenn hefðu þegar gert tvíhliða samninga við stjórnvöld í Sviss og Lieschtenstein og hún mundi „berjast eins og ljónynja fyrir bankaleynd“.
Nú mæla hagvísar okkur það að atvinnuleysi fari vaxandi og jafnframt að verðbólgan færist í aukana. Það er rétt að atvinnuleysið er að aukast og er það í takt við aðra hagvísa um minnkandi einkaneyslu, slaka í fjárfestingum og fleira. Það er hinsvegar rangt að verðbólgan sé að vaxa.
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.