Mánudagurinn 27. júní 2022

Andalúsía: Allt að þriggja ára bann við útburði fólks

Sektir á banka og fasteignafélög fyrir að láta íbúðar­húsnæði standa ónotað


10. apríl 2013 klukkan 09:28
Andalúsía er syðst á Spáni.

El País, spænska dagblaðið, segir frá því í dag, að heimastjórn Andalúsíu, sem er eitt af sjálfstjórnarsvæðum Spánar hafi í gær tekið ákvörðun um að setja bann á útburð fólks úr húsnæði að kröfu banka og geti það bann staðið í þrjú ár. Þá ætlar heimastjórnin að sekta banka og fasteignafélög, sem láta íbúðarhúsnæði standa ónotað um 9000 evrur. Afrakstur af slíkum sektargreiðslum verður notaður til að hjálpa fólki, sem vantar húsnæði.

Sá ráðherra heimastjórnarinnar sem hefur með þessi mál að gera, Elena Cortés, hrósaði samtökum á borð við Fórnarlömb veðlána (Mortgage Victims Platform) og verkalýðsfélögum, sem hafi barizt gegn útburði. Í Andalúsíu hafa verið framkvæmdir 86 þúsund útburðir frá árinu 2007.

Þá verða einstaklingar, sem eiga ónotuð hús hvattir til að leigja þau út með skattaívilnunum og tryggingu vegna ógreiddrar leigu og vegna hugsanlegra skemmda á eignum.

Ofangreind ákvörðun gengur í gildi á morgun, fimmtudag. Markmiðið er að koma um 700 þúsund til milljón eignum, sem standa tómar á leigumarkað.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Bólgan vex en hjaðnar samt

Nú mæla hagvísar okkur það að atvinnuleysi fari vaxandi og jafnframt að verðbólgan færist í aukana. Það er rétt að atvinnuleysið er að aukast og er það í takt við aðra hagvísa um minnkandi einkaneyslu, slaka í fjárfestingum og fleira. Það er hinsvegar rangt að verðbólgan sé að vaxa.

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS