Nýr stjórnmálaflokkur hefur verið stofnaður í Þýskalandi, Alternative für Deutschland (AfD), Valkostur fyrir Þýskaland. Meginstefnumál flokksins er að leggja niður evruna. Stofnfundurinn var haldinn í Berlín sunnudaginn 14. apríl og þar var ákveðið að stefnt skyldi að „skipulegri upplausn evru-samstarfsins“ auk þess sem vald yrði flutt frá ESB-stofnunum til aðildarríkjanna, auk þess sem efnt yrði til þjóðaratkvæðagreiðslna að svissneskri fyrirmynd um málefni sem snertu alla íbúa Þýskalands.
Hagfræðingar og prófessorar sem eru andvígir evrunni standa að baki flokknum. Sagt er að nú þegar hafi um 7.000 manns óskað eftir að gerast félagar í flokknum.
Bernd Lucke, málsvari flokksins, sagði við fjöldablaðið Bild að hann teldi „tveggja stafa tölu“ raunhæfa þegar hugað væri að fylgi flokksins í kosningunum 22. september 2013 til sambandsþingsins í Berlín. Hann hafnaði málamiðlun í samstarfi við aðra flokka.
„Skilyrði okkar fyrir þátttöku í stjórnarsamstarfi yrði að samstarfsflokkurinn vildi einnig segja skilið við evruna,“ sagði Lucke.
Hinir gamalgrónu þýsku stjórnmálaflokkar hafa gagnrýnt stefnu AfD og sagt hana lykta af lýðskrumi og þjóðernishyggju.
„Að mínu mati boða þeir stefnu sem er órökstudd, hættuleg og reist á ímyndun,“ sagði Jürgen Trittin, þingflokksformaður græningja, við Welt am Sonntag hinn 14. apríl.
Trittin sakaði AfD um að vilja „snúa aftur til hefðbundins þjóðríkis“ og styðja gjaldmiðilsstefnu sem mundi skaða þýskan útflutning. „Valkostur fyrir Þýskaland boðar stefnu sem grefur undan störfum í þýskum útflutningsiðnaði,“ sagði hann.
DW-fréttastofan segir að margir fréttaskýrendur efist um að AfD muni fá menn kjörna á þingi í september. Sumir telji þó að flokkurinn geti náð fótfestu meðal þeirra sem eru óánægðir með mið-hægri stjórn Angelu Merkel.
„Takist AfD að komast yfir 5% þröskuldinn munu 3% koma frá íhaldssömum kjósendum og 2% frá þeim sem vilja mótmæla með atkvæði sínu,“ sagði Klaus-Peter Schöppner, forstjóri Emnid-könnunarstofunnar, við Wirtschaftswoche. Enginn flokkur fær mann kjörinn á þýska sambandsþingið, Bundestag, nema að hann fái að minnsta kosti 5% atkvæða.
Hvað sem þessum 5% þröskuldi líður hafa ráðherrar í ríkisstjórn Angelu Merkel áhyggjur af því að AfD fái nógu mörg atkvæði til að neyða kristilega demókrata (CDU) til samstarfs við jafnaðarmenn (SPD).
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.