Ársskýrsla Hagstofunnar fyrir árið 2012 var birt fimmtudaginn 18. apríl í leiðara Morgunblaðsins föstudaginn 19. apríl segir að skýrslan sé „athyglisverður vitnisburður um aðlögun íslenska stjórnkerfisins að Evrópusambandinu, þvert á fullyrðingar núverandi stjórnvalda og stjórnarliða“.
Í leiðaranum segir:
„Ársskýrslan byrjar á inngangi hagstofustjóra sem hefst á þessum orðum: “Verulegar breytingar urðu á rekstri Hagstofunnar árið 2012 og jukust umsvif talsvert vegna innleiðingar á verkefnum, sem eru í aðgerðaráætlun með samningsafstöðu Íslands í viðræðum um aðild að Evrópusambandinu.„
Í innganginum segir ennfremur: „Samningsafstaða Íslands um hagskýrslugerð var kynnt fyrir utanríkismálanefnd í desember 2011. Afstaðan var samþykkt í ríkisstjórn 4. janúar 2012 og var send samdægurs til framkvæmdastjórnarinnar. Nokkur dráttur varð á því að kaflinn yrði opnaður og var það ekki gert fyrr en á ríkjaráðstefnu 24. október 2012. Ástæður tafanna voru þær að gerðar voru kröfur um svonefnd lokunarákvæði, en þau fela í sér kröfur um að tilteknum umbótum í þjóðhagsreikningum verði lokið áður en gengið verður frá samkomulagi um kaflann.“ Evrópusambandið neitaði sem sagt að opna kaflann fyrr en fyrir lægi að kröfum um breytingar á þjóðhagsreikningum Íslands hefði verið mætt. Eins og við var að búast af núverandi stjórnarflokkum var orðið við þessum kröfum og aðlögunin á umræddu sviði hófst fyrir alvöru.
Skýrsla yfirstjórnar í ársskýrslunni hefst á þessum orðum: „Eins og á síðasta ári mótaðist starfsemi Hagstofunnar af umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu.“ Svo er lýst auknum umsvifum og fjölgun starfsfólks vegna nokkurra nýrra verkefna á sviði Evrópumála. Ennfremur er upplýst að stofnað hafi verið nýtt svið, fyrirtækjasvið, sem hafi hangið saman við IPA-styrkveitingar, en IPA-styrkir eru sem kunnugt er aðlögunarstyrkir Evrópusambandsins. Fyrirtækjasviðið er meðal annars stofnað í þeim tilgangi að halda utan um landbúnaðartölfræði að hætti aðildarríkja Evrópusambandsins og er því hluti af aðlöguninni.
Í ársskýrslunni er einnig upplýst að aukið hafi verið við húsnæði Hagstofunnar til að mæta auknum umsvifum og það hafi í fyrra kostað ríkissjóð um þrjátíu milljónir króna. Ríkissjóður hafi svo lagt fram svipaða fjárhæð til viðbótar, meðal annars vegna kostnaðar við að mæta kröfum um landbúnaðartölfræði Evrópusambandsins.“
Á sínum tíma lýsti flokksráð VG andstöðu við IPA-styrki og hinn 19. maí 2012 stóð á vefsíðunni Vinstrivaktin gegn ESB sem haldið hefur verið af félögum í VG:
„Hinir svokölluðu IPA styrkjum er ætlaðir til að liðka fyrir aðild og breyta stofnanarekstri hér í samræmi við ESB reglur. Styrkjasamningarnir eru til nokkurra ára og það liggur ekkert fyrir hvaða skuldbindingar styrkirnir skapa ef að Ísland gengur ekki í ESB. Í reynd erum við að eyða peningum til verkefna sem mörg eru þarflaus og vitum ekki nema við verðum krafin um endurgreiðslu styrkjanna eða verðum sjálf að ljúka þeim verkefnum sem hér eru hafin með gjafafé frá Brussel.
Ekki þarf að taka fram að móttaka IPA styrkjanna gengur þvert á stefnu og loforð VG og hafa á kjörtímabilinu verið fordæmdir af flokksráðsfundum flokksins. Það er því lágmarkskrafa kjósenda að hér dragi þingflokkur VG mörk og hafni samþykkt þess að IPA styrkjunum verði hleypt inn í landið.“
Morgunblaðið segir í leiðara sínum föstudaginn 19. apríl að Alþingi hafi enga heimild veitt fyrir því að aðlaga Ísland að Evrópusambandinu. Ráðherrar sem gefið hafi fyrirmæli um aðlögun vinni því í trássi við samþykktir þingsins, sem aftur skýrii hvers vegna þeir gangi svo langt í að mótmæla aðlöguninni sem blasir við hverjum manni. En þó að skortur á heimild til aðlögunar skýri ósannindin réttlæti hún hvorki þau né aðlögunina og enn síður geri hún ráðherra ábyrgðarlausa af gjörðum sínum.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.