Þriðjudagurinn 10. desember 2019

Stækkunar­deild ESB hefur boðið 120 íslenskum sveitar­stjórnar­mönnum frá Íslandi til Brussel vegna aðlögunarferlisins


22. apríl 2013 klukkan 10:58

Stækkunardeild Evrópusambandins hefur í samvinnu við sendiráð ESB á Íslandi og utanríkisráðuneytið boðið 120 íslenskum sveitarstjórnarmönnum á árinu 2012 og fyrri hluta þessa árs til Brussel í því skyni að „auka getu sveitarstjórna til að laga sig að ESB-aðild og auka skilning þeirra og þekkingu á Evrópusambandinu og aðlögunarferlinu“ eins og segir á vefsíðu framkvæmdastjórnar ESB þar sem þetta kynningarstarf er, LAF-starfsemin, er kynnt.

Höfuðstöðvar svæðanefndarinnar, Committee of Regions, í Brussel.

Í skýrslu sem utanríkisráðuneytið sendi frá sér um framvindu ESB-aðildarviðræðnanna hinn 16. apríl sl. segir að um 80 íslenskir sveitarstjórnarmenn hafi tekið þátt í svonefndum LAF-viðburðum (Local Administration Facility) í Brussel á árinu 2012. Í skýrslunni segir að LAF-viðburðir séu umræðu- og samskiptavettvangur sveitarstjórnarstigsins. Starfið miði einkum að því „að gefa sveitarstjórnarfólki innsýn í starfsemi stofnana ESB.

Á vefsíðu sendiráðs ESB á Íslandi er fjallað um LAF-viðburðunum lýst á þennan hátt:

“LAF stendur fyrir Local Administration Facility. Sveitastjórnarstigið gegnir lykilhlutverki í samstarfi Evrópuþjóða og eitt aðal markmið LAF er að auka þekkingu og skilning fulltrúa sveitastjórnarstigsins á starfsemi og ákvarðanatöku innan ESB. LAF sér um að skipuleggja og greiða fyrir viðburði fyrir fulltrúa sveitastjórna, bæði kjörinna fulltrúa og embættismanna, sem annað hvort eru haldnir í Brussel eða í heimalandi þeirra sem viðburðina sækja. Á viðburðunum er fjallað um tengsl Evrópusambandsins við sveitastjórnarstigið, bæði almennt og á sértækari sviðum. Fari fulltrúarnir til Brussel skoða þeir stofnanir Evrópusambandsins og hitta forystufólk sveitastjórna- og svæðayfirvalda í ESB. Öll umsóknarríki og möguleg umsóknarríki ESB, þar með talið Ísland, geta nýtt sér LAF.

Svæðanefndin (en. Committee of Regions), stjórnarsvið stækkunarmála hjá framkvæmdastjórn ESB og sendinefnd ESB á Íslandi sjá um að skipuleggja LAF viðburði. Þátttakendur eru valdir af sendinefndinni í samstarfi við skrifstofu landstengiliðs IPA á Íslandi og Samtök íslenskra sveitarfélaga.

40 manns fóru til Brussel í júní 2012 og annar eins fjöldi í sambærilega ferð í desember sama ár. Þá er búið er að skipuleggja LAF viðburð í Brussel dagana 20.-22. mars 2013 fyrir 40 fulltrúa íslenskra sveitarfélaga auk þess sem stefnt er á að halda annan viðburð á vegum LAF dagana 17.-19. apríl þar sem umfjöllunarefnið mun fyrst og fremst snúast um velferð og fötlun.„

Á vefsíðu framkvæmdastjórnar ESB segir að tilgangurinn með LAF sé að auka getu sveitarstjórna til að laga sig að ESB-aðild og auka skilning þeirra og þekkingu á Evrópusambandinu og aðlögunarferlinu.

Í öðru lagi skuli unnið að því að skiptast á reynslu og starfsaðferðum í því skyni að auka þekkingu og hæfni sveitarstjórna að því er varðar samrunaþróunina í Evrópu og aðlögun að henni.

Í þriðja lagi skuli miðlað þekkingu um starfsemi ESB-stofnana og hlutverk sveitarstjórna í aðlögunar- og aðildarferlinu og við innleiðingu laga ESB.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS