Laugardagurinn 31. október 2020

Stjórn dróna hafin frá flugherstöđ í Bretlandi - mótmćli viđ herstöđina


27. apríl 2013 klukkan 18:07

Vopnuđ fjarstýrđ flugför, drónar, hafa í fyrsta sinn veriđ send á loft í Bretlandi segir í frétt BBC laugardaginn 27. apríl og er hún höfđ eftir breska varnarmálaráđuneytinu. Reaper-drónin voru send á loft undir stjórn frá Waddington flugherstöđinni í Lincolnshire en andstćđingar dróna hafa efnt til mótćla viđ stöđina vegna tćkjanna.

Reaper-drón í eigu Breta

Drón eru einkum notuđ til eftirlits en ţau má einnig búa vopnum. Andstćđingar tćkjanna hvetja stjórnvöld til ađ hafna notkun dróna ţar sem ţau auđveldi stjórnmálamönnum ađ grípa til hernađarađgerđa og auki mannfall međal almennra borgara.

Varnarmálaráđuneytiđ segir ađ notkun dróna í Afganistan hafi bjargađ lífi óteljandi hermanna og almennra borgara.

Bretar eiga 10 Reaper-dróna í Afganistan og unnt er ađ setja 500 punda sprengjur og Hellfire-flaugar um borđ í ţá til árása á launmorđingja og uppreisnarmenn. Ţeim er fjarstýrt frá flugherstöđinni í Kandahar.

Caroline Wyatt, varnarmálafréttaritari BBC, segir ađ í „yfirgnćfandi fjölda“ tilvika séu drónin send á loft til eftirlits. Hún vitnar í talsmenn varnarmálaráđuneytisins sem segi ađ Bretar beiti drónum ekki til ađ taka menn af lífi úr launsátri eins og Bandaríkjamenn geri međ Predator-drónum sínum til dćmis í Pakistan.

Taliđ er ađ CIA, bandaríska leyniţjónustan, hafi drepiđ allt ađ 3.533 menn međ drón-árásum á árunum 2004 til 2013. Um 890 hinna föllnu voru almennir borgarar og flestar árásirnar hafa veriđ gerđar í stjórnartíđ Baracks Obama Bandaríkjaforseta ađ sögn Bureau of Investigative Journalism.

Caroline Wyatt segir ađ innan breska flughersins vilji menn helst ekki tala um „drón“ heldur Remotely Piloted Air Systems, RPAS, fjarstýrđ flugför, til ađ ljóst sé ađ tćkjunum sé ekki flogiđ án ţess ađ mannshöndin og hugur komi ţar nćrri. Ţá sé ţađ undir ákvörđun yfirmanna komiđ hvort vopnum sé beitt eđa ekki og hvort ţađ sé gert í samrćmi viđ reglur breska hersins.

Á ţađ er bent ađ drón skipi sífellt stćrri sess í lofthernađi og stuđningsađgerđum úr lofti. Segi Wyatt ađ ţađ sé skođun margra ađ orrustuţotur sem nú séu í smíđum í Bandaríkjunum fyrir Breta verđi hugsanlega síđustu mönnuđu hervélarnar sem Bretar kaupi.

Fyrr á árinu var hafin rannsókn á vegum Sameinuđu ţjóđannar á áhrif drón-árása á almenna borgara eđa ákveđin skotmörk. Taliđ er ađ setja beri alţjóđareglur um notkun tćkjanna til ađ ábyrgđ vegna notkunar ţeirra er skýr. Breska varnarmálaráđuneytiđ segir ađ sömu reglur gildi um beitingu dróna og vopna um borđ í mönnuđum flugvélum.

Áđur en stjórnstöđ flughersins var opnuđ í Bretlandi var drónum Breta stjórnađ frá Creech-flugstöđinni í Nevada í Bandaríkjunum. Nú vinna um 100 manns ađ stjórn drónanna frá flugherstöđinni Waddington.

Málsvarar mannréttinda telja notkun dróna ögra öryggi almennra borgara á ţann hátt ađ siđferđilega sé erfitt ađ réttlćta. Međ ţeim megi „hernema“ ţorp eđa landsvćđi úr lofti auk ţess sem lífi almennra borgara sé ógnađ sé ţeim beitt til árása.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orđiđ í afstöđu til ESB-viđrćđna - réttur ţjóđar­innar tryggđur

Ţáttaskil urđu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars ţegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráđherra aftenti formanni ráđherraráđs ESB og viđrćđu­stjóra stćkkunarmála í framkvćmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Ţar segir: „The Government of...

 
Mest lesiđ
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óţarfi ađ rćđa frekar viđ ESB vegna afstöđu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvćr Evrópu­skýrslur styđja sjónarmiđ LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvćmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir ađ í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfrćđi­stofnun HÍ og Alţjóđa­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styđji ţá afstöđu LÍÚ ađ Ísland eigi ađ standa utan ESB. Ţá segir hann óţarfa ađ ganga lengra í viđrćđum viđ ES...

Norđurslóđir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til ađ hlýnun jarđar og sú bráđnun hafíss, sem af henni leiđir geti losađ um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi veriđ hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiđum á Norđurslóđum. Ţetta segja rannsakendur ađ geti gerzt á einum áratug. Međal ţess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er ađ slíkir öskuhaugar séu ađ myndast á Barentshafi.

Ţýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega ţjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harđri gagnrýni fyrir ummćli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­ţingsins ţess efnis ađ Evrópu­sambandiđ vćri ekki „socialunion“ eđa bandalag um félagslega ţjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til ađ Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gćrkvöldi benda til ađ Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­ţingsins sem hófust í gćrmorgun og ađ ţingmönnumhans á Evrópu­ţinginu fćkki um tvo en ţeir hafa veriđ fimm. Ţetta gengur ţvert á spár um uppgang flokka lengst til hćgri í ţeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS