Á evrusvæðinu stendur yfir hægfara kæfing efnahagslífsins
Holland stefnir í vítahring skuldsetninga og verðhjöðnunar segir Ambrose Evans-Pritchard, alþjóðlegur viðskiptaritstjóri Daily Telegraph í blaðinu sínu í dag og lýsir stöðunni á evrusvæðinu á þann veg að þar standa yfir hægfara kæfing á efnahagslífi evruríkjanna. Ríkisstjórn Mark Rutte sé að vakna upp við vondan draum og hafi horfið frá aðhaldspólitíkinni og frestað 4,3 milljarða evra aðhaldsaðgerðum. Sérfræðingar hafi gert lítið úr hollenzku ríkisstjórninni og talið að hún skildi ekki hvað samspil mikillar skuldsetningar heimila og niðurskurðar í opinberum útgjöldum gæti haft mikil og neikvæð áhrif.
Evans-Pritchard segir að Holland sé skýrt dæmi um hvað gerzt geti í ríku landi, sem standi frammi fyrir afleiðingum sprunginnar efnahagsbólu en hafi misst stjórn á gjaldmiðli, seðlabanka og peningalegum stjórntækjum. Hið sama hefði gerzt í Bretlandi ef Englandsbanki hefði ekki verið til staðar svo og í Bandaríkjunum ef Seðlabanki Bandaríkjanna væri ekki til.
Hollenzka krísan hafi verið að brjótast fram hávaðalaust en vogunarsjóðir hafi fundið lykt af henni. Yfirleitt hafi fólk þó litið á Holland með sama hætti og Þýzkaland, Finnland og Austurríki. Atvinnuleysi hafi framan af verið lítið en nú aukist það jafn hratt og á Kýpur. Í marzmánuði einum hafi það hækkað úr 7,7% í 8,1%.
Með grein Evans-Pritchard eru birt línurit sem sýna, að hvergi á evrusvæðinu eru heimili jafn skuldsett og í Hollandi. Og jafnframt hefur einkaneyzla í Hollandi hrunið á síðustu misserum. Hins vegar er viðskiptajöfnuður Hollands jákvæður sem nemur 8,3% af vergri landsframleiðslu og sparnaðarstig er hátt eða 26%. En einn sérfræðingur sem vitnað er til bendir á að slíkar dyggðir hafi ekki bjargað Japan.
Evans-Pritchard segir að rótina að vanda Hollendinga megi finna fyrir mörgum árum, þegar skattapólitík og regluverk hafi búið til húsnæðisbólu. Vandinn felist í of miklu lánsfé til húsnæðiskaupa en ekki ónotuðum byggingum þótt í Hollandi séu 228 þúsund óseldar íbúðir.
Eftirlitsaðilar hafi leyft að skuldsetning færi í 120% af verðmæti eigna. Og þar sem vextir eru frádráttarbærir frá skatti séu 60% húsnæðislána þeirrar gerðar að einungis þarf að borga vexti.
Gagnstætt því sem átt hafi við um Seðlabanka Spánar hafi hollenzk peningamálayfirvöld ekki séð neina ástæðu til að setja upp varnir vegna afar lauslegrar fjármálastjórnar Seðlabanka Evrópu, sem hafi tekið mið af þörfum Þjóðverja, þegar Þýzkaland var í efnahagslegum öldudal. Á árinu 2010 hafi skuldir heimila náð 266% af ráðstöfunarfé og hvergi verið hærri á evrusvæðinu og nálægt því að vera heimsmet.
Fallið sé í gangi. Fasteignaverð í Hollandi hafi lækkað um 18%, sem þýði að um fjórðungur allra fasteignalána sé umfram verðmæti veða. S%P, matsfyrirtækið, telur að fasteignaverð haldi áfram að lækka um 5,5% í ár og lækki líka á næsta ári. Þetta hafi áhrif á allt. Væntingar neytenda nú séu á sama stigi og þegar fjármálakreppan var dýpst.
Bankar í Hollandi eru nú háðir fjármálamörkuðum um endurfjármögn skulda bankanna. Þetta þýði að bankarnir séu viðkvæmir fyrir áföllum.
Evans-Pritchard bendir á að bræðralag skuldsettra þjóða gæti notað meirihluta sinn í bankastjórn Seðlabanka Evrópu til að taka þar öll völd og breyta um stefnu. En þeim líst ekki á það. Einn fyrrverandi bankaráðsmaður sagði að það mundi eyðileggja pólitískan stuðning í Þýzkalandi við evruna og það gætu aðrar þjóðir ekki gert.
Nú mæla hagvísar okkur það að atvinnuleysi fari vaxandi og jafnframt að verðbólgan færist í aukana. Það er rétt að atvinnuleysið er að aukast og er það í takt við aðra hagvísa um minnkandi einkaneyslu, slaka í fjárfestingum og fleira. Það er hinsvegar rangt að verðbólgan sé að vaxa.
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.