Framkvæmdastjórn ESB telur að efnahagslægð og samdráttur muni ríkja á evru-svæðinu á þessu ári. Efnahagsástandið versnar í stað þess að batna eins og áður hefur verið gefið til kynna. Þetta kemur fram í efnahagsspá sem framkvæmdastjórnin birti föstudaginn 3. maí, þar er spáð 0,4% samdrætti á evru-svæðinu (17 ríki) í stað 0,3% eins og áður var spáð.
Framkvæmdastjórn ESB gerir ráð fyrir 1,2% hagvexti á evru-svæðinu árið 2014, 0,2% minni vexti en spáð var í febrúar 2013.
Sé litið á ESB-ríkin í heild (27 ríki) telur framkvæmdastjórn ESB að samdráttur verði 0,1% á árinu 2013.
Í fyrri spám hafði framkvæmdastjórn ESB gert ráð fyrir að stöðugleiki myndaðist í efnahagslífi ESB á fyrri helmingi þessa árs. Hins vegar var gert ráð fyrir lítilli einkaneyslu vegna fjármálakreppunnar.
Í skýrslunni sem birt var föstudaginn 3. maí segir: „Þrátt fyrir að fjármálamarkaðir hafi styrkst verulega og vextir hafi lækkað hefur þetta ekki enn haft áhrif á efnahagskerfið sjálft.“
Framkvæmdastjórnin spáir að ástandið verði verst á Grikklandi (4,2% samdráttur) og Kýpur (8,7% samdráttur) á þessu ári. Þá er lýst áhyggjum vegna ástandsins í Frakklandi, öðru stærsta hagkerfi ESB, þar er samdrætti spáð áfram, hann verði 0,1% í ár en árið 2014 verði hagvöxtur 1,1%.
Á hinn bóginn bendir allt til að í Þýskalandi verði hagvöxtur áfram, 0,4% á þessu ári og 1,8% árið 2014.
Talið er að atvinnuleysi hækki enn á árinu í 12,2% áður en það lækki að nýju í 12,1% árið 2014. Mest verður atvinnuleysið á Grikklandi og Spáni um 27%.
Talið er að halli á ríkissjóði Spánar verði 7% af VLF árið 2014 í stað 5,5% eins og spánska ríkisstjórnin spáði í síðustu viku.
Stýrivextir Seðlabanka Evrópu voru lækkaðir um 0,25% fimmtudaginn 2. maí í 0,50%. The Financial Times segir að Jörg Asmussen, þýski stjórnarmaður í bankanum, hafi greitt atkvæði gegn lækkuninni. Mario Draghi, forseti stjórnar bankans, gaf til kynna á blaðamannafundi þegar hann kynnti ákvörðunina að hugsanlega yrðu vextir neikvæðir ef á þyrfti að halda. Viðbrögð á fjármálamörkuðum við vaxtalækkuninni sýndu að menn þar létu sér fátt um finnast.
Nú mæla hagvísar okkur það að atvinnuleysi fari vaxandi og jafnframt að verðbólgan færist í aukana. Það er rétt að atvinnuleysið er að aukast og er það í takt við aðra hagvísa um minnkandi einkaneyslu, slaka í fjárfestingum og fleira. Það er hinsvegar rangt að verðbólgan sé að vaxa.
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.