Föstudagurinn 26. febrúar 2021

Bretland: Þingmenn Íhalds­flokks vilja flýta þjóðar­atkvæða­greiðslu um ESB-fram til maí 2014

Telja það nauðsynlegt til að stöðva framgang Ukip


5. maí 2013 klukkan 09:37

Hópur þingmanna brezka Íhaldsflokksins vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu í Bretlandi um afstöðu Breta til Evrópusambandsins og efna til hennar ekki síðar en í maí á næsta ári. David Cameron hefur stefnt að því að slík atkvæðagreiðsla fari fram á árinu 2017 en þingmennirnir telja að það verði of seint til þess að stöðva framgang Ukip (United Kingdom Independence Party).

Sunday Telegraph segir að um sé að ræða ýmsa helztu áhrifamenn í þinginu og samtals um 20 þingmenn. Þar á meðal eru John Redwood, sem einu sinni kom til greina sem leiðtogi flokksins, Bernard Jenkin og David Davis, sem hefur líka boðið sig fram til forystu flokksins. Hugmyndir Cameron hafa verið þær að endursemja um stöðu Bretlands innan ESB og leggja slíkan samning undir þjóðaratkvæði að fjórum árum liðnum.

William Hague, utanríkisráðherra, viðurkennir í grein í Sunday Telegraph í dag að úrslit sveitarstjórnarkosninganna á fimmtudag hafi verið skýr skilaboð til ríkisstjórnarinnar eins og hann orðar það. Hins vegar tekur hann ekki undir kröfur um að flýta þjóðaratkvæðagreiðslu. Áhyggjur þingmanna Íhaldsflokksins beinast að því að Ukip verði til þess að þeir missi þingsæti sín.

Heimildarmenn Sunday Telegraph í Downingstræti segja, að frjálslyndi flokkurinn, samstarfsflokkur Íhaldsmanna, muni nær örugglega beita neitunarvaldi gegn þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB, sem fram færi fyrir þingkosningar 2015. Hins vegar er bent á að þingmenn gætu lagt fram tillögu í brezka þinginu um að flýta fyrirhugaðri atkvæðagreiðslu. Að vísu gætu þingmenn Frjálslyndra greitt atkvæði gegn slíkri tillögu en þeir mundu þá líta út í augum kjósenda, sem „ólýðræðislegir“.

John Redwood segir að halda verði þjóðaratkvæðagreiðslu vegna þess að almenningur sé búinn að fá nóg af því að geta ekki sent fólk úr landi, þegar Bretar vilji, að Bretar geti ekki haft stjórn á fjölda innflytjenda sem koma til Bretland frá Evrópu, að Bretar geti ekki ákveðið eigið tryggingakerfi og að þeir verði að borga hærra orkuverð en ella vegna aðildar að ESB og vegna þess að Bretar geti ekki stoppað flóð regluverks frá ESB.

Þingmennirnir segja líka að ákvörðun um þjóðaratkvæðagreiðslu á næsta ári mundi styrkja samningsstöðu Bretlands gagnvart Evrópusambandinu.

Nýjar tölur sýna, að kostnaður Breta vegna aðildar umfram það sem þeir fá frá Brussel nemi 32 milljörðum punda. Skýrsla frá hugveitunni Civitas færir rök að því að viðskiptalífið í Bretlandi mundi hagnast mjög á því að standa utan ESB. Bretar leggja fram 5,6 milljónir punda til sameiginlegrar landbúnaðarstefnu ESB, 6,8 milljarða til fjárlaga ESB og kostnaður brezkra fyrirtækja vegna regluverks og löggjafar frá Brussel er talinn vera um 19 milljarðar punda á ári.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS