Miðvikudagurinn 24. febrúar 2021

Fjölþjóða­fyrirtæki íhuga flutning höfuðstöðva til London vegna lækkunar á fyrirtækjasköttum


5. maí 2013 klukkan 12:05

Rúmlega 40 fjölþjóða fyrirtæki hafa kannað kosti þess að flytja höfuðstöðvar sínar til Bretlands eftir lækkun skatta á fyrirtæki. Þetta segir Steve Varley, formaður breska hluta Ernst & Young endurskoðunarfyrirtækisins. Fyrirtækin eru m. a. frá Bandaríkjunum, Hollandi, Sviss og Írlandi.

Á vefsíðu The Telegraph segir að þessi áhugi muni styrkja stöðu Georger Osbornes, fjármálaráðherra Breta, sem hafi lagt megináherslu á lækkun fyrirtækjaskatta í stefnu sinni. Auglýsingarisinn WPP tilkynnti nýlega að hann mundi flytja að nýju til London frá Dublin.

Varley segir að árlegar skatttekjur breska ríkisins kunni að aukast um allt að 1 milljarð punda vegna komu þessara rúmlega 40 fjölþjóðlegu fyrirtækja til Bretlands og þeim kunni að fylgja rúmlega 2.000 nú hálaunastörf. Hann segir að margt laði fyrirtækin til landsins en ekki síst það markmið bresku ríkisstjórnarinnar að bjóða fyrirtækjum bestu skattakjör innan G20 ríkjanna.

Þá hefur Varley einnig kynnt nýjar tölur sem sýna að mörg erlend fyrirtæki frá Norður-Ameríku og Asíu telji að það kunni að skapa góð rekstrarskilyrði í Bretlandi takist David Cameron að semja við ESB um að flytja vald frá Brussel til London, það er auka vald breskra stjórnvalda og draga úr miðstýringu innan ESB.

„Ég verð þess ekki var í samtölum við menn á fjármálamörkuðum að endurgerð samninganna við ESB muni hafa neikvæð áhrif fyrir Bretland hjá erlendum fjárfestum,“ segir Varley á vefsíðu The Telegraph sunnudaginn 5. maí. Hann segir einni:

„Á vegum Ernst & Young spurðum við 300 fjárfesta víðsvegar um heiminn hvernig þeir brygðust við áformum bresku ríkisstjórnarinnar um að semja um laustengdara samband við ESB. Það vakti undrun hve viðbrögðin voru ólík eftir heimshlutum. Aðeins 36% fjárfesta frá Vestur-Evrópu töldu að rýmri tengsl við ESB mundu auka áhuga þeirra á Bretlandi sem FDI (foreign direct investment) erlendum stað til fjárfestinga. Áhuginn var mun meiri í Norður-Ameríku og Asíu, alls 72% í Bandaríkjunum og 66% í Asíu sögðu að lausari tengsl Bretlands við ESB mundi auka áhuga þeirra á Bretlandi sem erlendum fjárfestingastað.“

Fimmtudaginn 9. maí verður fundur fjárfesta, Global Investment Conference (GIC), haldinn í London. Sambærilegur fundur var haldinn í London daginn fyrir Olympíuleikana á síðasta ári. Þá sagði Mario Draghi, forseti stjórnar Seðlabanka Evrópu, að evrunni yrði bjargað hvað sem það kostaði.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Bréf Víglundar til stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar: Leynimakk við kröfuhafa á svig við neyðarlögin

+Hér birtist í heild bréf sem Víglundur Þorsteinsson afhenti í Alþingis­húsinu mánudaginn 10. febrúar. Áður hafði Víglundur skrifað Einari K. Guðfinnssyni forseta Alþingis um sama efni.+ Bréf til stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar Alþingis, Hr. formaður Ögmundur Jónasson Í framhaldi af b...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS