Flokkur breskra sjálfsstæðissinna, The United Kingdom Independence party (UKIP), mun valda pólitískum „jarðskjálfta“ í kosningum til ESB-þingsins eftir eitt ár segir Nigel Farage flokksleiðtogi. Flokkurinn sé ekki einhver „lítill þrýstihópur sem muni hverfa þótt einhver nr. 10 taki undir með honum“.
Innan Íhaldsflokksins í Bretlandi ræða menn nú hvernig best sé að bregðast við sigri UKIP í sveitarstjórnakosningunum fimmtudaginn 2. maí þar sem flokkurinn fékk um fjórðung atkvæða. Ein hugmyndin er að flýta þjóðaratkvæðagreiðslunni um ESB-aðildina sem David Cameron forsætisráðherra hefur lofað fyrir lok árs 2017, Farage segir að ekki takist að kveða flokkinn í kútinn með því að forsætisráðherrann „taki undir“ með honum.
Farage segist ekki ætla að gefa kost á sér í neinum aukakosningum til breska þingsins næsta árið, hann ætli að einbeita sér að ESB-þingkosningunum. Hann sagði í Andrew Marr-þættinum á BBC1 sunnudaginn 5. maí: „UKIP starfar til frambúðar ... Í júní 2014 verða ESB-kosningar. Þann dag getur UKIP valdið jarðskjálfta í breskum stjórnmálum. Ég ætla að leiða flokkinn til þessara kosninga.“
Þegar Farage var spurður hvort hann ætlaði að gefa kost á sér til breska þingsins í kosningunum árið 2015 – hann bauð sig fram gegn John Bercow, forseta neðri deildar breska þingsins, í Buckingham árið 2010 – svaraði hann: „Já, ég mun bjóða mig fram 2015. Ég hef verið bundinn við önnur verkefni undanfarnar vikur og hef því ekki ákveðið það [hvar hann verður í framboði]. Ég mun velta því fyrir mér.“
Flokksleiðtoginn sagði að UKIP hefði ekki aðeins tekið atkvæði frá Íhaldsflokknum, hann hefði fengið 24% í auka-þingkosningum í South Shields, einkum frá kjósendum Verkamannaflokksins.
Farage segist ekki vilja semja um neitt við David Cameron eftir að hann kallaði UKIP „ávaxtakökur“, hann gæti rætt við annan leiðtoga Íhaldsflokksins en það væri sér ekkert kappsmál.
„Verði David Cameron ýtt til hliðar ... og einhver annar kemur í hans stað sem sneri sér til okkar og segði: “Eigum við að leita að samkomulagi„ mundum við íhuga það. Þetta er þó ekkert kappsmál mitt. Ég keppi að því að koma nýjum flokki á legg, hreyfingu hér á landi sem vill í raun gæta hagsmuna hins venjulega manns.“
William Hague, utanríkisráðherra Breta og fyrrverandi formaður Íhaldsflokksins, segir í grein í The Sunday Telegraph 5. maí að íhaldsmenn eigi ekki að snúa sér í skyndi til hægri og hann hafni öllum „skyndilausnum“. Hann segir í greininni:
„Það er alltaf mikil freisting fyrir stjórnmálamenn að bjóða skyndilausnir; að segja: við getum lækkað skatta, aukið útgjöld, lækkað ríkissjóðshallann og leyst vandamál okkar með töfrasprota. Freisting af þessu tagi er meiri en ella á erfiðum tímum. Fólk er þreytt á slæmum fréttum.
Margir vilja heyra að til sé plan B eða C eða D sem stytti leiðina að betri árangri. Menn svíkja breskan almenning með því að bjóða lausnir sem standast ekki, þá er fólk leitt í öngstræti – í því felst í raun einnig að gera lítið úr hagsmunum þess.“
Heimild: The Guardian
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.