Miðvikudagurinn 24. febrúar 2021

Schäuble lýsir skilning á auknu svigrúmi fyrir Frakka - aðrir þýskir stjórnmálamenn mótmæla


5. maí 2013 klukkan 18:53

Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands, lýsir skilningi á þeirri ákvörðun framkvæmdastjórnar ESB að gefa frönskum stjórnvöldum frest fram til 2015 til að lækka halla á ríkissjóði niður fyrir 3% af vergri landsframleiðslu.

Wolfgang Schäuble og Pierre Moscovici

Þetta kemur fram í viðtali við hann í Bild am Sonntag 5. maí en þar segir fjármálaráðherrann að sáttmálar ESB veiti svigrúm til ákvarðana af þessu tagi. Hann segir jafnframt að þýska ríkisstjórnin og framkvæmdastjórn ESB séu á einu máli um að það megi ekki slaka á kröfum um efnahagsumbætur.

Framkvæmdastjórn ESB veitti frönsku stjórninni þennan aðlögunarfrest þegar hún hafði birt efnahagsspá sína föstudaginn 3. maí þar sem dregin er dökk mynd af þróuninni í Frakklandi næstu tvö árin, þar er meðal annars spáð að franski ríkissjóðshallinn hækki úr 3,9% í ár í 4,2% á næsta ári.

Pierre Moscovici, efnahags- og fjármálaráðherra Frakka, segir að þetta aukna svigrúm jafngildi ekki að Frakkar muni slaka á aðhaldsaðgerðum.

Meðal þýskra stjórnmálamanna gætir óánægju með ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar í þágu Frakka. „Þetta boðar ekkert gott. Mér sýnist Frakkar ekki taka á málum sínum af einurð. Með því að veita þeim lengri tíma er sagt, haldið áfram á þessari braut,“ sagði Michael Stübgen, talsmaður þingflokks CDU í Evrópumálum, við vikublaðið Focus.

Philipp Rösler, efnahagsmálaráðherra og formaður frjálsra demókrata (FDP), sagði að José Maunel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB, hefði sýnt „ábyrgðarleysi“ við framkvæmd ríkisfjármálastefnu ESB.

„Það er ábyrgðarlaust þegar forseti framkvæmdastjórnar ESB lýsir efasemdum um réttmæti stefnu sem miðar að því að náð sé tökum á ríkisfjármálum í ESB-ríkjum,“ sagði Rösler. Hann sagði að sigrast ætti á skuldakreppunni með að ýta undir hagvöxt og hafa hemil á ríkisútgjöldum. Það yrði að draga saman í ríkisrekstri og í því efni hefðu Þjóðverjar sýnt gott fordæmi. Þeir minnkuðu útgjöld sín en ykju þau ekki.

Heimild: AFP

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS