Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, sagði í ræðu á þingi Alþjóðasambands gyðinga í Búdapest að ríkisstjórnin sýndi gyðingahatri „enga miskunn“. Þátttakendur í þinginu tóku lítið mark á ráðherranum og sögðu að honum og stjórn hans hefði mistekist í glímunni við Jobbik-flokkinn sem skipar sér lengst til hægri í ungverskum stjórnmálum.
Forsætisráðherrann flutti ræðu á þinginu sunnudaginn 5. maí og sagði þá að gyðingahatur færðist í vöxt í Evrópu og Ungverjalandi og mætti að nokkru rekja það til efnahagsvandamála í álfunni. Laugardaginn 4. maí mótmæltu félagar í Jobbik-flokknum að gyðningaþingið væri haldið í höfuðborg Ungverjalands. Frá 1966 hefur þingið aðeins einu sinni áður verið utan Ísraels, staðurinn var að þessu sinni valinn til að draga athygli að gyðingahatri í Ungverjalandi og víðar í Evrópu.
„Gyðingahatur er skammarlegt og verður ekki þolað,“ sagði Orban við fundarmennina 600 og sagði það siðferðilega skyldu ríkisstjórnarinnar að sýna gyðingahatri enga miskunn.
Fidesz-flokkur Orbans efndi á árunum 1998 til 2002 til sérstaks minningardags um gyðingaófsóknir nasista og eftir að Orban komst til valda árið 2010 bannaði hann öfgahópa eins og Varðliða Ungverlands. Þeir starfa undir handarjaðri Jobbik-flokksins og hafa efnt til ofsókna gegn gyðingum og róma-fólki (sígaunum). Á tímum nasista voru 550.000 gyðingar drepnir í Ungverjalandi.
Fundarmenn á gyðingaþinginu fögnuðu ýmsu í ræðu Orbans með lófataki en þingfulltrúar lýstu hins vegar einnig vonbrigðum með að forsætisráðherrann hefði ekki sérstaklega beint orðum sínum gegn Jobbik og óvinveittum ummælum þingmanna flokksins í garð gyðinga.
„Forsætisráðherrann gekk ekki á hólm við kjarna vandans: almenna ógn sem steðjar af óvinum gyðinga og af öfgamönnum Jobbik sérstaklega,“ segir í yfirlýsingu gyðingasamtakanna, World Jewish Congress (WJC). „Við hörmum að Orban skyldi ekki beina orðum sínum gegn nýlegum and-gyðinglegum eða rasista aðgerðum í landinu, hann dró ekki heldur nógu greinileg skil á milli ríkisstjórnar sinnar og öfgamannanna til hægri.“
Ronald Lauder, forseti WJC, hvatti Orban til að taka á „myrkum öflum“ eins og Jobbik.
„Með gyðingahatri sínu, óvild í garð róma-fólksins og vænissjúkum óhróðri um umheiminn er Jobbik að draga hið góða nafn Ungverjalands niður í svaðið,“ sagði Lauder. „Ungverskir gyðingar þarfnast þess að þú takir markvissa og örugga forystu.“
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.