Sjávarútvegsráðherrar ESB-ríkjanna sátu á fundi til rúmlega klukkan 06.00 að morgni miðvikudags 15. maí og samþykktu nýtt umboð fyrir Simon Coveney, sjávarútvegsráðherra Írlands, í viðræðum við fulltrúa ESB-þingsins og framkvæmdastjórn ESB um nýja sjávarútvegsstefnu ESB. Svíar lýstu andstöðu við niðurstöðu ráðherraráðsins en aðrir ráðherrar stóðu að henni.
Á mjög fámennum blaðamannafundi í Brussel klukkan 06.30 kynnti Coveney niðurstöðu um nýtt umboð sér til handa sem hann taldi að mundi leiða til samkomulags við fulltrúa ESB-þingsins. Hann hitti þá á fundi í Brussel að morgni 15. maí en markmið ráðherraráðsins er að þríhliða samkomulag um sjávarútvegsstefnuna takist milli höfuðstofnana ESB fyrir 1. júlí þegar Írar láta af forsæti innan ESB og Litháar taka við af þeim.
Á blaðamannafundinum sagði Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri ESB, að á fundi ráðherraráðsins hefðu menn lagt sig mjög fram um að koma til móts við sjónarmið ESB-þingsins í viðleitni sinni til að finna málamiðlun og geta síðan kynnt hina nýju stefnu í sjávarútvegsmálum. Hún taldi verulegar líkur á að endanleg niðurstaða næðist fyrir 1. júlí 2013 og þá gæti framkvæmdastjórnin snúið sér tafarlaust að framkvæmdarþáttum stefnunnar.
Hún sagði að gefa yrði sjómönnum umþóttunartíma því að nauðsynlegt væri að gera róttækar breytingar á starfsháttum þeirra svo að hin nýja stefna yrði framkvæmd á þann hátt sem um semdist.
Frá því í febrúar hafa Ulrike Rodust af hálfu ESB-þingsins og Simon Coveney af hálfu ESB-ráðherraráðsins leitt hinar árangurslausu viðræður. Umræðurnar hafa snúist um hvernig ná megi hámarks langtíma afrakstri (Maximum Sustainable Yield, MSY), banni við brottkasti, svæðafyrirkomulagi og stjórn á sóknargetu eða kvótakerfi.
ESB-þingið hefur aldrei fyrr verið haft með í ráðum á þennan hátt við mótun sjávarútvegsstefnunnar. Réttur þingsins til að hafa áhrif á mótun stefnunnar í sjávarútvegsmálum er hliðstæður rétti ráðherraráðsins.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.