Eskil Erlandsson, landsbyggðarráðherra Svíþjóðar, var eini ráðherrann á 36 tíma löngum fundi landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherrafundi ESB-ríkjanna um sameiginlegu sjávarútvegsstefnuna sem greiddi atkvæði gegn niðurstöðu ráðherranna. Hann vill að sett verði algjört bann við brottkasti fisks.
Niðurstaða ráðherraráðsins var kynnt á blaðamannafundi í Brussel klukkan 06.30 að morgni miðvikudags 15. maí en fundinum lauk klukkan 06.18. Var samþykkt nýtt umboð fyrir Simon Coveney, írska sjávarútvegsráðherrann, sem reynir nú til þrautar að komast að sameiginlegri niðurstöðu með fulltrúum ESB-þingsins.
Erlandsson tók málstað ESB-þingmanna í ráðherraráðinu með því að halda fast í bann við við brottkasti á öllum veiddum fiski. Fyrir fundinn gerðu Svíar sér vonir um að Þjóðverjar, Hollendingar og Bretar mundu styðja kröfuna um algjört bann við brottkasti. Samstaða þessara þjóða hefði stöðvað málið í ráðinu.
„Það má segja [að þeir hafi svikið okkur] strax í mars. Þeir hafa sagt mér að betra sé að ná einhverju fram en engu,“ sagði Eskil Erlandsson að morgni miðvikudags við fréttamann Europaportalen, sænska vefsíðu.
Að nokkru leyti nálguðust ráðherrarnir sjónarmið ESB-þingmanna. Þeir voru til dæmis sammála um að hlutfall þess fisks sem ekki þarf að kasta fyrir borð minnki úr 7% í 5%. ESB-þingmennirnir vilja hins vegar algjört bann, 0%.
ESB-þingmenn hittu írska ráðherrann miðvikudaginn 15. maí en fulltrúar umhverfisverndarsinna segja að niðurstaða ráðherraráðsins sé of almennt orðuð til að átta sig á til hvers hún muni leiða, þar sé lítið um ákveðnar dagsetningar eða ákvarðanir um beinar aðgerðir. Innan þessa ramma geti einstakar þjóðir haldið áfram að stunda rányrkju á veikbyggðum fiskistofnum.
Eskil Erlandsson telur að góðar líkur séu á að samkomulag takist milli ráðherraráðsins og ESB-þingsins fyrir 1. júlí, áður en Írar láta af forsæti innan ESB. Nú muni ríkisstjórnir einstakra ríkja taka til við að beita ESB-þingmennina þrýstingi og knýja þá til undanhalds. Án samkomulags gildir núverandi sjávarútvegsstefna áfram en hún hefur fyrir löngu verið dæmd úr leik af öllum sem bera hag fiskverndar og hagkvæmra fiskveiða fyrir brjósti.
+Hér birtist í heild bréf sem Víglundur Þorsteinsson afhenti í Alþingishúsinu mánudaginn 10. febrúar. Áður hafði Víglundur skrifað Einari K. Guðfinnssyni forseta Alþingis um sama efni.+ Bréf til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, Hr. formaður Ögmundur Jónasson Í framhaldi af b...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.