-til að rífa evrusvæðið upp úr lægð
Efnahags- og framfarastofnunin OECD, segir að Seðlabanki Evrópu verði að grípa til nýrra og djarfra ráðstafana til að rífa evrusvæðið upp úr lægð, segir í nýrri skýrslu, sem Reuters segir frá. OECD segir að SE verði að hugleiða nýjar leiðir þar á meðal þær, sem Bandaríkin hafa farið, sem í raun þýðir að prenta peninga. Þótt SE hafi á undanförnum misserum keypt skuldabréf hefur bankinn alltaf tekið til sín sambærilega upphæð úr kerfinu, sem í raun hefur þýtt að hann var ekki að prenta peninga. Þetta hefur verið gert af ótta við nýja verðbólguöldu.
Verðbólga á evrusvæðinu er hins vegar vel innan marka SE eða um 1,2% í apríl en verðbólgviðmið bankans er 2%. Í Grikklandi er verðhjöðnun gengin í garð og það á líka við um Lettland, sem verður aðili að evrunni á næsta ári.
Bandaríski Seðlabankinn kaupir skuldabréf fyrir 85 milljarða dollara í hverjum mánuði. OECD segir ekki berum orðum að SE eigi að fara sömu leið en segir að meiri háttar áhætta sé fólgin í því að gera ekki ráðstafanir til að styrkja stöðu bankanna. Þá telur OECD koma til greina að í stað þess að borga lágmarksvexti fyrir að geyma peninga yfir nótt eigi SE að taka þóknun fyrir það. Slík aðgerð gæti hvatt banka til að lána peningana í staðinn.
Reuters segir spár OECE yfirleitt neikvæðari en spár framkvæmdastjórnar ESB og ríkisstjórna á evrusvæðinu.
Nú mæla hagvísar okkur það að atvinnuleysi fari vaxandi og jafnframt að verðbólgan færist í aukana. Það er rétt að atvinnuleysið er að aukast og er það í takt við aðra hagvísa um minnkandi einkaneyslu, slaka í fjárfestingum og fleira. Það er hinsvegar rangt að verðbólgan sé að vaxa.
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.