Miðvikudagurinn 21. apríl 2021

Lettland: Ákvarðanir um evru-aðild í Brussel - ríkis­stjórnin hlynnt þjóðin á móti


4. júní 2013 klukkan 14:17

Ríkisstjórn Lettlands væntir þess að framkvæmdastjórn ESB muni miðvikudaginn 5. júní skýra frá ákvörðun sinni um að Lettland verði 18. evru-ríkið frá 1. janúar 2014. Meirihluti Letta hefur hins vegar ekki áhuga á evru-aðild.

Mótmælir evrunni í Ríga, 30 silfurpeningar Júdasar frá Brussel til þings Lettlands

Í frétt um málið í The Financial Times segir að framkvæmdastjórn ESB telji Letta fullnægja öllum fjórum skilyrðum vegna evru-aðildar, þeir þurfi að vísu að herða aðgerðir gegn peningaþvætti og setja nýjar reglur um bankastarfsemi.

Valdis Dombrovskis, hægrisinnaður forsætisráðherra Lettlands, hefur barist mest fyrir aðild landsins að evru-samstarfinu. Ný skoðanakönnun leiðir hins vegar í ljós að 53% þjóðarinnar er á móti upptöku evru en 38% styðja hana.

Hlutfall þeirra sem eru hlynntir nýju myntinni hefur aukist úr um 30% fyrir skömmu. Ríkisstjórnin rekur nú mikinn áróður fyrir ágæti aðildar að evru-svæðinu. Markmið stjórnvalda er að tryggja stuðning meirihluta þjóðarinnar fyrir áramót.

Valdis Dombrovskis færir þau rök helst fyrir atbeina sínum í málinu að stjórnarflokkarnir hafi fyrir tvennar þingkosningar lofað aðild að evru-samstarfinu. Þeir hafi fengið umboð vegna þessa og þeim beri að standa við loforð sitt við kjósendur.

Kjósendur höfðu tækifæri til að láta í ljós álit sitt á stjórnmálaflokkunum í Lettlandi um síðustu helgi þegar gengið var til sveitarstjórnakosninga. Þá fékk jafnaðarmannaflokkurinn Harmoni 58,5% atkvæða í höfuðborginni Ríga. Flokkurinn hefur lýst efasemdum um ESB og evruna. Ríkisstjórnin hefur staðfastlega hafnað óskum um að evru-aðild verði lögð undir þjóðina í atkvæðagreiðslu.

Aðild Lettlands að evru-samstarfinu verður til umræðu á fundi leiðtogaráðs ESB í lok júní. Fjármálaráðherrar evru-ríkjanna eiga síðasta orðið í málinu á vettvangi ESB og taka ákvörðun sína í júlí.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS