Föstudagurinn 3. desember 2021

Tyrkland: Erdogan brást bogalistin á örlagastundu - verđur ađ sýna iđrun


4. júní 2013 klukkan 15:40
Recep Tayyip Erdogan

Sérfrćđingar í málefnum Tyrklands telja ađ mótmćlin í landinu sem hófust vegna deilna um tré í garđi í Istanbúl hafi magnast vegna óánćgju međ vaxandi ofríkis-tilburđi hjá Recep Tayyip Erdogan, forsćtisráđherra Tyrklands. Ţótt ólíklegt sé ađ mótmćlendum takist ađ breyta ráđandi stefnu stjórnvalda muni ţeir óhjákvćmilega skapa óvissu á stjórnmálavettvangi. Takist stjórnvöldum ekki ađ halda skynsamlega á málinu kunni efnahagslegar afleiđingar uppţotanna ađ reynast alvarlegar auk ţess sem hćtta sé á ađ ţau spilli fyrir viđleitni til ađ binda enda á áratuga langa baráttu viđ sjálfstćđishreyfingu Kúrda.

Henri J. Barkey, prófessor í alţjóđasamskiptum viđ Lehigh-háskóla í Bandaríkjunum, segir á vefsíđu National Interest ţriđjudaginn 4. júní ađ vaxandi ţreytu verđi vart međal Tyrkja á afskiptum Erdogans af stóru og smáu í ţjóđlífinu. Hann taki afstöđu til listaverka, skipti sér af viđ hverja sé samiđ, vilji ákveđa stađ fyrir byggingar og jafnvel ráđa hvađa auglýsingar séu sýndar í sjónvarpi. Ekkert mál sé svo smátt ađ forsćtisráđherrann hafi ekki skođun á ţví. Í sjálfu sér megi dást ađ dugnađi hans og elju.

Undirrót vandans megi annars vegar greina í skapgerđ forsćtisráđherrans sjálfs sem ţoli illa andmćli og telji ađ besta leiđin til ađ leysa mál sé ađ hamra á ţeim í stađ ţess ađ rćđa ţau og hins vegar sé vandinn sá ađ til sé ađ verđa eins-flokks-kerfi undir stjórn eins manns. Síđari ţróunina megi ekki ađ öllu leyti rekja til hans sjálfs. Flokkur hans, Réttlćtis- og ţróunarflokkurinn (AKP), hafi unniđ ţrennar kosningar í röđ og sífellt aukiđ fylgi sitt.

Stjórnarandstöđuflokkurinn, Lýđveldisflokkur alţýđunnar, sé í raun ekki annađ en nafniđ tómt. Flokknum hafi mistekist ađ höfđa til kjósenda auk ţess sem stefna hans sé í raun ekki frábrugđin stefnu AKP. Ţessi stađreynd ýti undir ákafa mótmćlenda, ţeir ţrái annan kost en stjórnarflokkinn en finni hann ekki í stjórnarandstöđuflokknum og sćki ţví út á götur og torg til ađ fá útrás fyrir gagnrýni sína á stjórn landsins.

Innan AKP hafi Erdogan alrćđisvald og enginn dirfist ađ gagnrýna hann. Ţegar hann komst til valda áriđ 2002 hafi Erdogan hlustađ á ađra en sá tími sé nú liđinn. Nú viti enginn neitt betur en hann sjálfur. Hann hafi rađađ já-mönnum í kringum sig (ađeins karlmönnum) og sé orđinn fórnarlamb klíkuhugsunar. Ráđgjafar ýti ađeins undir hans eigin skođanir. Hann hafi síđur en svo alltaf rangt fyrir sér og hafi gert margt gott og oft sýnt mikiđ hugrekki eins og í tilraunum sínum til ađ stöđva uppreisn Kúrda.

Hann hafi hins vegar miklast af velgengni sinni og í raun mátt ţađ ađ nokkru ţví ađ enginn tyrkneskur stjórnmálamađur hafi náđ sambćrilegum árangri og hann, í hans augum sé Tyrkland eins og hans eigiđ heimili og hann stjórni í samrćmi viđ ţađ. Mikill árangur hafi náđst í mennta- og heilbrigđismálum. Ţá hafi hann markvisst viljađ styrkja stöđu Tyrklands á alţjóđavettvangi. Nćm pólitísk tilfinning hafi ćtíđ dugađ honum til ţessa viđ erfiđar ađstćđur.

Nú hafi honum hins vegar veriđ mislagđar hendur. Hann takist ađ ţessu sinni á viđ alvarlegan vanda í sjálfri Istanbúl ţar sem hann steig fyrstu skref sín í stjórnmálum sem borgarstjóri áriđ 1994. Honum hafi gjörsamlega mistekist ađ bregđast skynsamlega og rétt viđ mótmćlendum. Í stađ ţess ađ lćgja öldurnar hafi hann aukiđ á vandann međ stóryrtum yfirlýsingum. Hann hafi gert lítiđ úr sjálfum sér međ ţví ađ skella skuldinni á útlendinga. Hiđ einkennilega sé ađ mál sem snerist um verslanamiđstöđ hafi allt í einu orđiđ ađ átökum upp á líf og dauđa fyrir stjórn hans og flokk – enginn hafi getađ ímyndađ sér ţađ fyrirfram.

Grein sinni lýkur Henri J. Barkey á ţessum orđum:

„Erdogan hefur nú valdiđ sjálfum sér djúpu sári. Ţetta eru fyrstu stóru mistök hans síđan hann komst til valda áriđ 2002. Tími hans sem hins fullkomna forystumanns er liđinn. Hann mun gjalda ţess: ţađ verđur oftar sótt ađ honum, ekki af stjórnarandstöđunni heldur almenningi. Ţetta er ekki alslćmt.

Fyrir ţá sem eiga hagsmuna ađ gćta í Tyrklandi eru mistök Erdogans viđ stjórn á hćttutímum viđvörun. Ţegar slíkar viđvaranir eru gefnar leiđa menn alltaf hugann ađ nćstu hćttu. Hann getur ekki leyft ţessari ađ búa um sig: hann á ađ leita sátta af einlćgni og sýna iđrun. Geri hann ţađ ekki er ný hćtta alveg á nćsta leiti.“

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orđiđ í afstöđu til ESB-viđrćđna - réttur ţjóđar­innar tryggđur

Ţáttaskil urđu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars ţegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráđherra aftenti formanni ráđherraráđs ESB og viđrćđu­stjóra stćkkunarmála í framkvćmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Ţar segir: „The Government of...

 
Mest lesiđ
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óţarfi ađ rćđa frekar viđ ESB vegna afstöđu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvćr Evrópu­skýrslur styđja sjónarmiđ LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvćmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir ađ í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfrćđi­stofnun HÍ og Alţjóđa­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styđji ţá afstöđu LÍÚ ađ Ísland eigi ađ standa utan ESB. Ţá segir hann óţarfa ađ ganga lengra í viđrćđum viđ ES...

Norđurslóđir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til ađ hlýnun jarđar og sú bráđnun hafíss, sem af henni leiđir geti losađ um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi veriđ hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiđum á Norđurslóđum. Ţetta segja rannsakendur ađ geti gerzt á einum áratug. Međal ţess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er ađ slíkir öskuhaugar séu ađ myndast á Barentshafi.

Ţýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega ţjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harđri gagnrýni fyrir ummćli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­ţingsins ţess efnis ađ Evrópu­sambandiđ vćri ekki „socialunion“ eđa bandalag um félagslega ţjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til ađ Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gćrkvöldi benda til ađ Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­ţingsins sem hófust í gćrmorgun og ađ ţingmönnumhans á Evrópu­ţinginu fćkki um tvo en ţeir hafa veriđ fimm. Ţetta gengur ţvert á spár um uppgang flokka lengst til hćgri í ţeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS