Fimmtudagurinn 25. febrúar 2021

Robert Mundell hvetur til innleiðingar á nýjum heims-gjaldmiðli með AGS sem bakhjarl - tími dollarans liðinn


5. júní 2013 klukkan 10:17

Robert Mundell, Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði árið 1999, prófessor við Columbia-háskólann og ráðgjafi Kínastjórnar, hefur hvatt til þess að tekin verði upp heims-gjaldmiðill. Hann segir að tími dollarans sé liðinn. Hann vill að til verði ný gjaldmiðlakarfa mynduð af öllum stærstu myntum heims.

Robert A. Mundell

Mundell lét þessi orð falla fyrir nokkrum dögum á ráðstefnu í Amman, höfuðborg Jórdaníu. Hann sagði að helsta ástæðan fyrir kreppunni árið 2008 hefði verið að Seðlabanki Bandaríkjanna hefði leyft dollaranum að hækka mikið í verði sem hefði magnað samdrátt í bandaríska hagkerfinu og þaðan hefði vandinn breiðst til annarra.

„Ég hvet til þess að Bandaríkjadollar víki fyrir nýju algjóðlegu gjaldmiðlakerfi sem reist verði á sérstökum dráttarréttindum (SDR) með stuðningi helstu mynta,“ sagði Mundell.

Hann sagði að nýi gjaldmiðlakerfið skyldi reist á ADR (American Depositary Receipts) sem tæki mið af bandarískum dollar, evru, kínversku yuan, japönsku yen og rússneskri rúblu.

Mundell gagnrýndi Seðlabanka Evrópu fyrir að auka á vanda evrunnar með því að þola hækkun á verði evru gagnvart dollar sem hækkaði enn skuldir margra ESB-landa.

Hann sagði að forráðamenn ESB hefðu látið hjá líða að nýta einstakt tækifæri til að gera hagstæðan samning við Seðlabanka Bandaríkjanna sem hefði gert þeim kleift að halda aftur af styrkleika evrunnar gagnvart dollar. Vegna þessa hefðu skuldir evru-ríkjanna hækkað meira en ella. Bandaríski seðlabankinn hefði getað keypt skuldir til að styrkja efnahag Bandaríkjanna en þróun evrunnar hefði leitt til tjóns fyrir veikbyggð hagkerfi í Evrópu.

Mundell sagði að við skilgreiningu á fjármálakreppunni 2008 hefðu bandarískir þingmenn bent á átta ástæður hennar, þeir hefðu þó ekki minnst á höfuðástæðuna það er skráningu á dollar gagnvart öðrum gjaldmiðlum.

Á tíma Bretton Woods reglnanna fram til 1971 treystu þjóðir heims á Bandaríkjadollar sem heimsgjaldmiðil, dollarinn var skráður með tenginu við gull og Bandaríkjamenn réðu yfir 75% af gjaldmiðlaforða heims. Á þessum tíma sagði heilbrigð skynsemi mönnum að bandarísk yfirvöld ættu síðasta orðið um gengisskráningu. Þessi mynd tók að breytast skömmu eftir 1971 og gullforðinn skipti ekki sama máli og áður. Árið 2008 réðu Bandaríkjamenn aðeins yfir 25% af gjaldmiðlaforða heims. „Heilbrigð skynsemi kallar nú á umræður um nýja heimsmynt,“ sagði Mundell.

„Gull stendur ekki lengur að baki Bandaríkjadollar, aðeins traust. Þar sem mest viðskipti og verð á helstu hrávörum eins og á olíu og gasi auk helstu málma eru skráð dollurum var rökrétt að Bandaríkjastjórn hafi orðið að treysta vald sitt með aðgerðum sem ýttu undir verðbólgu og drógu úr stöðugleika dollarsins,“ sagði Mundell og þetta hefði orðið til þess að fræðimenn, stjórnmálamenn og fjármálasérfræðingar hefðu tekið til við að ræða um nýjn heims-gjaldmiðil til að skapa stöðugleika á fjármálamörkuðum.

Nú ræddu menn um nýtt alheims-gjaldmiðilskerfi sem kallað væri „DEY“ og vísaði til dollars, evru, yuan og yen. Mundell taldi að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) ætti að gefa út nýja gjaldmiðilinn.

„Nýja kerfið á ekki að vera reist á einum gjaldmiðli. Það á þess í stað að treysta á SDR sem eru gefin út af AGS, þannig yrði fjármálakerfi heims stöðugra,“ sagði Mundell. Fyrst ætti að skapa jafnvægi og festu milli gjaldmiðlanna sem stæðu að baki DEY og síðan innleiða hinn nýja gjaldmiðil. Innleiðingin kynni vissulega að verða erfið en kæmi DEY til sögunnar yrðu fjármálakreppur úr sögunni.

Heimild: gulfnews.com

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Bólgan vex en hjaðnar samt

Nú mæla hagvísar okkur það að atvinnuleysi fari vaxandi og jafnframt að verðbólgan færist í aukana. Það er rétt að atvinnuleysið er að aukast og er það í takt við aðra hagvísa um minnkandi einkaneyslu, slaka í fjárfestingum og fleira. Það er hinsvegar rangt að verðbólgan sé að vaxa.

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS