Fimmtudagurinn 25. febrúar 2021

Obama skipar Susan Rice öryggisráđgjafa


5. júní 2013 klukkan 18:32

Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur skipađ Susan Rice, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuđu ţjóđunum, öryggisráđgjafa sinn. Samantha Power, sérfrćđingur í mannréttindamálum, tekur viđ embćtti sendiherra hjá SŢ.

Susan Rice

Obama kynnti ákvörđun sína miđvikudaginn 5. júní en Tom Donilon, núverandi öryggisráđgjafi, lćtur af störfum í júlí. Eftir endurkjör Obama sl. haust var taliđ ađ Rice yrđi utanríkisráđherra ţegar Hillary Clinton hyrfi úr embćttinu í byrjun árs 2013. Forsetinn valdi hins vegar John Kerry öldungadeildarţingmann í ráđherraembćttiđ.

Forsetinn féll frá ákvörđun um Rice af ótta viđ ađ repúblíkanar í öldungadeildinni mundu hafna henni vegna ásakana um ađ hún hefđi gert of lítiđ úr árás íslamista á rćđisskrifstofu Bandaríkjamanna í Benghazi í Líbíu í september 2012. Ţar féllu fjórir Bandaríkjamenn ţeirra á međal Chris Stevens sendiherra.

Obama ţarf ekki ađ bera ákvörđun sína um ađ skipa Rice til starfa í Hvíta húsinu undir Bandaríkjaţing.

Rice er kunn fyrir ađ liggja ekki á skođunum sínum um mannréttindamál og á árinu 2011 beitti hún sér í ţágu íhlutunar í málefni Líbíu til ađ koma Moammar Gaddafi einsrćđisherra frá völdum.

Samantha Power hefur veriđ ráđgjafi forsetans um mannréttindamál, hún er prófessor viđ Harvard-háskóla og fékk Pulitzer-verđlaun áriđ 2003 fyrir bókina: A Problem from Hell: America and the Age of Genocide – Vandi úr víti – Ameríka og öld ţjóđarmorđa. Ţar rannsakar hún afstöđu Bandaríkjanna til ţjóđarmorđa á 20. öldinni.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orđiđ í afstöđu til ESB-viđrćđna - réttur ţjóđar­innar tryggđur

Ţáttaskil urđu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars ţegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráđherra aftenti formanni ráđherraráđs ESB og viđrćđu­stjóra stćkkunarmála í framkvćmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Ţar segir: „The Government of...

 
Mest lesiđ
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óţarfi ađ rćđa frekar viđ ESB vegna afstöđu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvćr Evrópu­skýrslur styđja sjónarmiđ LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvćmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir ađ í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfrćđi­stofnun HÍ og Alţjóđa­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styđji ţá afstöđu LÍÚ ađ Ísland eigi ađ standa utan ESB. Ţá segir hann óţarfa ađ ganga lengra í viđrćđum viđ ES...

Norđurslóđir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til ađ hlýnun jarđar og sú bráđnun hafíss, sem af henni leiđir geti losađ um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi veriđ hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiđum á Norđurslóđum. Ţetta segja rannsakendur ađ geti gerzt á einum áratug. Međal ţess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er ađ slíkir öskuhaugar séu ađ myndast á Barentshafi.

Ţýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega ţjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harđri gagnrýni fyrir ummćli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­ţingsins ţess efnis ađ Evrópu­sambandiđ vćri ekki „socialunion“ eđa bandalag um félagslega ţjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til ađ Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gćrkvöldi benda til ađ Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­ţingsins sem hófust í gćrmorgun og ađ ţingmönnumhans á Evrópu­ţinginu fćkki um tvo en ţeir hafa veriđ fimm. Ţetta gengur ţvert á spár um uppgang flokka lengst til hćgri í ţeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS