Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur skipað Susan Rice, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, öryggisráðgjafa sinn. Samantha Power, sérfræðingur í mannréttindamálum, tekur við embætti sendiherra hjá SÞ.
Obama kynnti ákvörðun sína miðvikudaginn 5. júní en Tom Donilon, núverandi öryggisráðgjafi, lætur af störfum í júlí. Eftir endurkjör Obama sl. haust var talið að Rice yrði utanríkisráðherra þegar Hillary Clinton hyrfi úr embættinu í byrjun árs 2013. Forsetinn valdi hins vegar John Kerry öldungadeildarþingmann í ráðherraembættið.
Forsetinn féll frá ákvörðun um Rice af ótta við að repúblíkanar í öldungadeildinni mundu hafna henni vegna ásakana um að hún hefði gert of lítið úr árás íslamista á ræðisskrifstofu Bandaríkjamanna í Benghazi í Líbíu í september 2012. Þar féllu fjórir Bandaríkjamenn þeirra á meðal Chris Stevens sendiherra.
Obama þarf ekki að bera ákvörðun sína um að skipa Rice til starfa í Hvíta húsinu undir Bandaríkjaþing.
Rice er kunn fyrir að liggja ekki á skoðunum sínum um mannréttindamál og á árinu 2011 beitti hún sér í þágu íhlutunar í málefni Líbíu til að koma Moammar Gaddafi einsræðisherra frá völdum.
Samantha Power hefur verið ráðgjafi forsetans um mannréttindamál, hún er prófessor við Harvard-háskóla og fékk Pulitzer-verðlaun árið 2003 fyrir bókina: A Problem from Hell: America and the Age of Genocide – Vandi úr víti – Ameríka og öld þjóðarmorða. Þar rannsakar hún afstöðu Bandaríkjanna til þjóðarmorða á 20. öldinni.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.