Voru allar fallegu yfirlýsingarnar sl. þriðjudag orðin tóm spyr Aili Keskitalo
Samtök frumbyggja á Norðurslóðum (Working Group of Indigenous Peoples) tóku ákvörðun sl. miðvikudag um að hætta allri starfsemi vegna skorts á fjármögnun frá Rússlandi, Finnlandi og Svíþjóð. Forystumaður samtakanna Lars-Anders Baer, segir við Barents Observer að Noregur sé eina landið, sem styrki samtökin fjárhagslega á reglulegum grundvelli.
Aili Keskitalo, samískur stjórnmálamaður og fyrrum forseti þings Sama í Noregi, sem jafnframt er fulltrrúi Sama, Nenets og Vepsiana í Barentsráðinu spyr hvort allar fallegu yfirlýsingarnar, sem féllu á 20 ára afmælisfundi Barentsráðsins daginn áður hafi verið orðin tóm. Hún segir þessa ákvörðun alvarlegt aðvörunarmerki til ríkjanna. Keskitalo segist munu ræða málið á fjölmennum fundi í Alta í Norður-Noregi í næstu viku.
Lars-Anders Baer segir að þetta snúist ekki um háar fjárhæðir. Um 400 þúsund norskar krónur mundu duga.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.