Fimmtudagurinn 21. janúar 2021

Strórfelld leynileg gagnaöflun Bandaríkja­stjórnar í netheimum vekur undrun og reiði um heim allan


7. júní 2013 klukkan 11:13

The National Security Agency (NSA), njósna- og hlerunarstofnun Bandaríkjanna hefur að sögn breska blaðsins The Guardian föstudaginn 7. júní beinan aðgang að gögnum hjá Google, Facebook, Apple og öðrum netrisum í Bandaríkjunum. Segist blaðið hafa aðgang að skjölum sem sanni þetta.

Höfuðstöðvar NSA, njósna- og hlerunarmiðstöðvar Bandaríkjanna

The Guardian segir að hér sé um að ræða verkefni sem rekið sé undir heitinu PRISM og ekki hafi verið sagt frá áður. Undir þessu verkheiti geti embættismenn safnað efni frá þessum þjónustufyrirtækjum um að hverju viðskiptavinir þeirra hafi leitað á netinu, hvað þeir hafi sagt í tölvubréfum, hvaða gögn þeir hafi notað og einnig sé um aðgang að spjallþráðum að ræða.

The Guardian segist hafa sannreynt uppruna og áreiðanleika 41 síðna PowerPoint skjals – sem sé skráð há-leynilegt og ekki til dreifingar til erlendra bandamanna – og hafi það greinilega verið notað til að þjálfa starfsmenn til að nýta tæknina til að afla leynilegra upplýsinga. Í skjalinu er talað um „söfnun með beinum aðgangi að netþjónum“ helstu bandarísku þjónustufyrirtækjanna í netheimum.

The Guardian segir að í skjalinu standi að þessi starfsemi sé stunduð með aðstoð fyrirtækjanna. Blaðið hafi snúið sér til þessara aðila fimmtudaginn 6. júní og allir hafi þeir sagt að tilvist þessa verkefnis kæmi þeim í opna skjöldu, þeir hafi ekki haft hugmynd um hana.

Í frétt blaðsins segir að NSA hafi verið opnuð leið að þessum upplýsingalindum með lögum sem voru samþykkt upphaflega í forsetatíð George W. Bush en endurnýjuð í desember 2012 í tíð Baracks Obama.

PRISM-verkefnið miðar að nákvæmu eftirliti með samskiptum í netheimum þegar þau eru stunduð og einnig með efni sem er geymt í netheimum. Unnt er að beina rannsókn að öllum viðskiptavinum viðkomandi fyrirtækis sem býr utan Bandaríkjanna eða þeim Bandaríkjamönnum sem eiga í netsamskiptum við fólk utan Bandaríkjanna. Þá er einnig unnt án sérstakrar heimildar að fylgjast með samskiptum sem einungis eru stunduð innan Bandaríkjanna.

The Guardian skýrði fimmtudaginn 6. júní frá því að The National Security Agency (NSA) safnaði nú skrám yfir símtöl milljóna bandarískra viðskiptavina fyrirtækisins Verizon, eins stærsta fjarskiptaþjónustufyrirækis Bandaríkjanna. Vitnaði blaðið til upplýsinga um að há-leynilegur dómstóll hefði veitt heimild til þessarar gagnaöflunar í apríl 2013.

Í dómsúrskurðinum sem The Guardian hefur undir höndum er Verzion skyldað til að veita NSA „stöðugt og daglega“ upplýsingar um öll símtöl í kerfi fyrirtækisins, bæði innan Bandaríkjanna og milli Bandaríkjanna og annarra landa.

Í skjalinu kemur fram að það hafi gerst í fyrsta sinn eftir að Barack Obama varð forseti Bandaríkjanna að tekið var til við að safna gögnum um fjarskipti milljónir bandarískra borgara án tillits til aðstæðna þeirra og án tillits til þess hvort þeir væru grunaðir um afbrot eða ekki.

Heimild til þessarar gagnaöflunar veitti leyni-dómstóllinn Foreign Intelligence Surveillance Court (Fisa) í úrskurði að ósk bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, 25. apríl 2013 og gildir hin ótakmarkaða heimild til að afla þessara gagna til 19. júlí 2013.

Fjarskiptafyrirtækinu er gert skylt að afhenda NSA upplýsingar um bæði númer þeirra sem ræða saman í síma, staðsetningu þegar símtalið fer fram, lengd símtalsins og hvenær talað var saman. Ekki er um að ræða hlerun á samtalinu.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS