Fimmtudagurinn 21. janúar 2021

Erdogan snýr heim að nýju - ekki mjúkmáll í garð mótmælenda


7. júní 2013 klukkan 12:04

Recep Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands, var ekki mjúkmáll í garð mótmælenda og aðgerðasinna þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína á alþjóðaflugvellinum í Istanbúl við heimkomu úr opinberri ferð snemma morguns föstudags 7. júní. Ráðherrann hefur dvalist erlendis undanfarna daga þegar mótmæli gegn honum hafa magnast og lögregla sætir gagnrýni fyrir hörkulega framgöngu.

Þúsundir manna fögnuðu Erdogan forsætisráðherra á flugvellinum í Istanbúl 7. júní

Stuðningsmenn Erdogans hópuðust þúsundum saman á flugvöllinn og fögnuðu leiðtoga sínum. Hann sagði um mótmælin sem hófust vegna deilna um skipulagsmál í Istanbúl að aðgerðir sem jöðruðu við lögbrot yrði að stöðva og það strax.

„Við höfum aldrei viljað ýta undir spennu eða draga fólk í dilka. Við getum hins vegar ekki látið ofbeldi viðgangast,“ sagði ráðherrann og bætti við að hann hefði umboð sitt frá kjósendum. „Sumir segja ‚forsætisráðherrann er aðeins forsætisráðherra 50%‘. Við höfum alltaf sagt að við séum þjónar 76 milljóna.“

Mannfjöldinn kallaði í sífellu nafn ráðherrans en hann hvatti fólkið til að halda stillingu sinni og forðast handalögmál við pólitíska andstæðinga. „Við skulum fara og berja þá,“ hrópuðu sumir meðal fólksins en sagt var að meira en 10.000 manns hefðu tekið þátt í að fagna komu Erdogans á flugvellinum.

Þegar forsætisráðherrann hélt inn í borgina sáust engin merki þess að mótmælin þar eða annars staðar í Tyrklandi gegn honum og flokki hans, AKP, minnkuðu. Þúsundir manna tóku fimmtudaginn 6. júní þátt í mótmælum á Taksim-torgi í Istanbúl, sjötta daginn í röð. Rúmlega 10.000 komu saman í höfuðborginni Ankara og hrópuðu slagorð gegn forsætisráðherranum.

Þrír hafa fallið í valinn við mótmæli og rúmlega 4.000 hafa særst í átökum lögreglu og aðgerðasinna frá því að fyrst kom til mótmæla. Margir hafa orðið að leita til hjúkrunarfólks vegna eitrunar af táragasi sem lögregla hefur beitt.

Heimild: dw. de

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS