Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur tekið til varna fyrir leynilega gagnaöflun stofnana Bandaríkjastjórnar sem vakið hefur miklar umræður um mannréttindi og þjóðaröryggisstefnu. Forsetinn sagði föstudaginn 7. júní í Kaliforníu fyrir fund sinn með Xi Jinping, forseta Kína, að menn yrðu að finna jafnvægi milli friðhelgis einkalífs og öryggis þjóðarinnar.
„Við stöndum frammi fyrir vali sem þjóð,“ sagði Obama við fréttamenn. „Það er mikilvægt að átta sig á að ekki er unnt að búa við 100% öryggi og njóta einnig 100% friðhelgis einkalífs og þurfa ekki að taka á sig nein óþægindi.“
Forsetinn sagðist vilja fullvissa Bandaríkjamenn um eitt: „Það er enginn að hlera símtöl þín.“
Hér á Evrópuvaktinni hefur verið sagt frá uppljóstrunum breska blaðsins The Guardian um söfnun National Security Agency (NSA), njósna- og hlerunarstofnunar Bandaríkjanna á skrám um símtöl viðskiptavina hjá Verizon fjarskiptafyrirtækinu og um PRISM-verkefnið sem snýr að aðgangi NSA að miðlægum netþjónum Google, Microsoft, Facebook og Apple. Bandarísk stjórnvöld geta nálgast tölvubréf, myndir, samtöl í mynd og hljóði og annað sem gerir til dæmis kleift að fylgjast með ferðum einstaklings.
Obama sagði föstudaginn 7. júní að PRISM næði ekki til bandarískra borgara eða útlendinga búsettra í Bandaríkjunum. „Það auðveldar okkur að koma í veg fyrir árásir hryðjuverkamanna,“ sagði forsetinn um PRISM og í því skyni yrðu menn að þola „hóflega íhlutun í einkalíf sitt“.
Hann sagði að í krafti PRISM gætu bandarísk yfirvöld greint og komið í veg fyrir hugsanlegar hryðjuverkaaðgerðir. Forsetinn sagði að alríkisdómarar og Bandaríkjaþing hefðu eftirlit með PRISM-verkefnum auk þess sem stjórn sín hefði einnig gripið til eftirlitsaðgerða til að tryggja að farið væri að öllum lögbundnum reglum.
Obama sagði að hann fagnaði opinberum umræðum um þessi mál og eftirlit stofnana ríkisins en hins vegar giltu trúnaðarreglur um efni fyrirmælabba um framkvæmd verkefnanna og hvernig að henni væri staðið.
„Menn geta kvartað almennum orðum undan “stóra bróður„ og sagt framkvæmd verkefna hafa farið úr skorðum, líti menn hins vegar á efni málsins og einstaka þætti þess held ég að staðið sé hæfilega að framkvæmdinni,“ sagði Bandaríkjaforseti.
Hemild: dw.de
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.