Fimmtudagurinn 20. júní 2019

Línur heims­stjórnmála lagđar á Obama-Xi-fundinum í eyđimörk Kaliforníu


10. júní 2013 klukkan 17:36

Barack Obama Bandaríkjaforseti og Xi Jinping, nýr forseti Kína, hittust í fyrsta sinn á fundi í Kaliforníu 7. og 8. júní. Tilgangurinn var ađ leiđtogarnir fengju tćkifćri til ađ kynnast og bera saman bćkur sínar í ţví skyni ađ auđvelda framtíđarskamskipti sín og ríkja sinna. Sylvie Kauffmann, einn fremsti fréttaskýrandi og blađamađur Le Monde fjallar um fund leiđtoganna í blađinu sem kom út 10. júní og birtist grein hennar hér í lauslegri ţýđingu og ađeins stytt:

Xi Jinping og Barack Obama

Um nokkurt árabil á 20. öldinni mótuđust stóru strategísku línurnar í heimsmálum á fundum leiđtoga Sovétmanna og Bandaríkjamanna. Ráđamenn risaveldanna tveggja tókust á um fjölda langdrćgra eldflauga og kjarnaodda. Evrópa, klofin í tvo hluta, var leikvangur ţeirra.

Nú hafa fundir leiđtoga Bandaríkjanna og Kína tekiđ viđ sem hápunktur alţjóđasamskipta í stađ funda bandarískra og sovéskra ráđamanna. Nú er ekki lengur talađ um tvö risaveldi heldur eitt viđurkennt risaveldi og annađ veldi á uppleiđ. Átakasviđ ţeirra eru hafiđ og netheimurinn (cyperspace). Evrópa er ekki lengur leikvangur ţeirra heldur Asíu-Kyrrahafssvćđiđ. Nú vitna menn [kínverskur prófessor] í Thucydides sem sagđi ađ sérhvert nýtt veldi sem kćmi til sögunnar hefđi eđlilega ţörf fyrir ađ láta ađ sér kveđa.

Á sama tíma og forsetarnir Barack Obama og Xi Jinping sátu í eyđimörkinni í Kaliforníu og kynntust hvor öđrum 7. og 8. júní mátti sjá herskipiđ USS-Freedom í flotahöfninni í Singapúr, handan viđ Kyrrahaf. Ţetta er herskip sérhannađ til ţátttöku í átökum undan strönd landa og Chuck Hagel, varnarmálaráđherra Bandaríkjanna, fór í heimsókn um borđ í ţví 2. júní. Skipiđ verđur á ţessum slóđum í 10 mánuđi í störfum fyrir bandaríska flotann sem heldur reglulega úti herskipum á svćđinu. Ţessa reglubundnu viđveru bandarískra herskipa međ rekja til stefnunnar sem Bandaríkjastjórn mótađi í öryggismálum Kyrrahafssvćđisins áriđ 2011 til ađ „skapaađ nýju jafnvćgi“. Stefnu sem ađ hluta má rekja til ákvarđana um ađ kalla bandarískan herafla frá Írak og Afganistan. Stöđug viđvera bandarískra herskipa á ţessum slóđum er sýnilegt tákn um hernađarlega og pólitíska áherslu helstu stórvelda heims á Asíu-Kyrrhafssvćđinu, ţungamiđju alţjóđavćđingarinnar.[…]

Svćđiđ ert einnig góđur markađur fyrir vopn: á árinu 2012 vörđu Asíumenn hćrri fjárhćđum til varnarmála en Evrópumenn. Rússar láta ţess aldrei ógetiđ ađ tveir ţriđju hins risastóra lands ţeirra er í Asíu. Kandamenn leggja áherslu á ađ ţeir séu Kyrrahafsríki eins og nágranni ţeirra Bandaríkin. Ţeir láta ţó ekki ađ sér kveđa međ herskipum á svćđinu heldur beita diplómatískum áhrifum. Evrópumenn haga samskiptum viđ Asíu á eigin hrađa og án „hard power“ en fara ekki leynt međ áhuga sinn.

Mörg ríki í Suđaustur-Asíu hafa áhyggjur af ţví ađ samskipti Kínverja og Bandaríkjamanna leiđi af sér hćttu vegna vígbúnađar sem aukist stig af stigi. Kínverjar líta ţannig á ađ áform Bandaríkjamanna um ađ „skapa ađ nýju jafnvćgi“ í utanríkisstefnu Bandaríkjanna milli Atlantshafssvćđisins og Kyrrahafssvćđisins sé ekki annađ en leikflétta til ađ halda aftur af sókn sinni og koma í veg fyrir ađ ţeir verđi ekki ađeins mesta efnahagsveldi heims heldur einnig á sviđi alţjóđastjórnmála og hermála. Í Washington hafna menn ţessu en ekki á sannfćrandi hátt.

Bandaríkjamenn hafa ákveđiđ ađ fyrir 2020 verđi 60% af flotastyrk ţeirra í Asíuhluta Kyrrahafs. Chuck Hagel skýrđi frá ţví 1. júní ađ 60% af herflugflota Bandaríkjanna erlendis vćri á Asíuhluta Kyrrahafs. Kínverjum féll ţetta ekki í geđ. Bandaríkjamenn fylgjast náiđ međ deilum um yfirráđ á fjölmörgum stöđum á hafinu undan strönd Kína og segjast alls ekki vilja neinar breytingar á stöđunni eins og hún er núna. Málefni netheima áttu ađ vera á dagskrá Xi-Obama fundarins.

Spennan gagnvart Norđur-Kóreu hefur minnkađ undanfariđ, kínveskir ráđmenn telja ástandiđ í Norđur-Kóeru í venjulegu horfi ađ nýju, ađ minnsta kosti í bili. Eftir ţetta spennufall á svćđinu tekur ótti viđ útţensluáform og hervćđingu Kínverja ađ koma í ljós í Japan og í höfuđborgum Suđaustur-Asíuríkja. Stjórnarerindreki frá Asíuríki segir ađ í Tókýó gruni menn Kínverja um ađ vilja breyta Austur- og Miđ-Kínahafi í „kínverskt stöđuvatn“.

Ríkisstjórnir landanna í Suđaustur-Asíu eru ekki sammála um hvađa stefnu ţau eigi ađ fylgja gagnvart tilburđum Kínverja. Filippseyingar vöktu undrun allra ţegar ţeir höfđu hugrekki til ađ snúast gegn ríkisstjórninni í Peking á vettvangi alţjóđalaga međ ţví ađ krefjast gerđardóms sem Kínverjar hafna stađfastlega. Ţeir vilja ađeins leysa mál á tvíhliđa grundvelli ţar sem láta má reyna á styrkleikahlutföll milli ađila. Víetnamar hafa sent sérfrćđinga sína í alţjóđarétti til náms og ţjálfunar viđ bestu háskóla heims og finnst leiđin sem Filippseyingar hafa fariđ til eftirbreytni en ţeir eiga ţó ekki sama skjól hjá Bandaríkjamönnum og Filippseyingar og eiga ţar ađ auki meira efnahagslega undir viđskiptum viđ Kína en Filippseyingar.

Önnur ríki taka auknum herstyrk Bandaríkjamanna á svćđinu opnum örmum en forđast vandlega ađ styggja ekki Kínverja, ţađ er erfitt á 21. öldinni ađ standast kínverska áreitni ţegar mađur býr í nćsta nágrenni viđ ţađ.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orđiđ í afstöđu til ESB-viđrćđna - réttur ţjóđar­innar tryggđur

Ţáttaskil urđu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars ţegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráđherra aftenti formanni ráđherraráđs ESB og viđrćđu­stjóra stćkkunarmála í framkvćmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Ţar segir: „The Government of...

 
Mest lesiđ
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óţarfi ađ rćđa frekar viđ ESB vegna afstöđu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvćr Evrópu­skýrslur styđja sjónarmiđ LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvćmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir ađ í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfrćđi­stofnun HÍ og Alţjóđa­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styđji ţá afstöđu LÍÚ ađ Ísland eigi ađ standa utan ESB. Ţá segir hann óţarfa ađ ganga lengra í viđrćđum viđ ES...

Norđurslóđir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til ađ hlýnun jarđar og sú bráđnun hafíss, sem af henni leiđir geti losađ um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi veriđ hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiđum á Norđurslóđum. Ţetta segja rannsakendur ađ geti gerzt á einum áratug. Međal ţess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er ađ slíkir öskuhaugar séu ađ myndast á Barentshafi.

Ţýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega ţjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harđri gagnrýni fyrir ummćli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­ţingsins ţess efnis ađ Evrópu­sambandiđ vćri ekki „socialunion“ eđa bandalag um félagslega ţjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til ađ Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gćrkvöldi benda til ađ Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­ţingsins sem hófust í gćrmorgun og ađ ţingmönnumhans á Evrópu­ţinginu fćkki um tvo en ţeir hafa veriđ fimm. Ţetta gengur ţvert á spár um uppgang flokka lengst til hćgri í ţeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS