Recep Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands, hefur gefið mótmælendum í Gezi-garði í Istanbúl „lokaviðvörun“. „Þolinmæði okkar er á enda. Ég vara ykkur við í síðasta sinn,“ sagði hann miðvikudaginn 12. júní á fundi með flokksmönnum sínum í Ankara, þeir hylltu hann með lófataki og risu á fætur til árétta stuðning sinn. Erdogan hefur einnig sagt að ályktun ESB-þingsins skipti sig engu, þetta mál sé ekkert á þess könnu.
Nú er nærri tvær vikur síðan átök hófust milli lögreglu og mótmælenda á Taksim-torgi í Istanbúl. Aðgerðasinnar segjast ekki hverfa á brott fyrr stjórnvöld tilkynni að þau séu hætt við áform sín um skipulagsbreytingar á torginu og garðinum í nágrenni þess. Flokkur Erdogans hefur lagt til að gengið verði til atkvæða um málið meðal almennings. Niðurstaðan yrði ekki bindandi fyrir stjórnvöld en Erdogan hefur gefið til kynna að hann mundi virða hana, segir BBC.
„Ég höfða til foreldra, mæðra og feðra, og segi: Vinsamlega leiðið börn ykkar á brott,“ sagði Erdogan. „Við bíðum ekki lengur af því að eignatökulið getur ekki lagt undir sig garðinn, fólkið á hann.“
Fortsætisráðherrann hefur áður kallað mótmælendur „öfgamenn“ og „skemmdarvarga“.
BBC segir að ólíklegt sé að tilboð um almenna atkvæðagreiðslu um framtíð garðsins friði marga aðgerðasinna sem enn sitja í búðum sínum þar.
„Það liggur nú þegar fyrir lögbann dómara við frekari framkvæmdum í Gezi-garði,“ sagði Tayfun Kahraman frá Samstöðuhreyfingu Taksim, einum umhverfissinnaða hópnum sem berst fyrir að svæðið njóti verndar. Hann taldi auk þess ólöglegt að efna til almennra kosninga um mál af þessu tagi, þjóðaratkvæðagreiðslur mætti aðeins halda um stjórnarskrármál.
„Ætla þeir að spyrja okkur hvort þeir megi höggva trén? Hverju mundi niðurstaðan svo sem breyta?“ spurði 22 ára námsmaður þegar fréttamaður AFP ræddi við hann.
BBC segir ekki ljóst hvað gerist ef mótmælendur hafa „lokaviðvörun“ Erdogans forsætisráðherra að engu. Nokkrir óeirðavagnar lögreglu eru til taks á Taksim-torgi. Lögregla hreinsaði mótmælendur af torginu þriðjudaginn 11. júní og ætlar ekki að sleppa taki af því aftur miðað við viðbúnað hennar þar.
Mótmælendur snerust gegn lögreglunni í átökum um torgið, þeir köstuðu grjóti og Molotov-kokkteilum en lögregla beitti táragasi og háþrýsti-vatnsbyssum.
Stjórnmálamenn og aðrir utan Tyrklands hafa lýst áhyggjum yfir aðför lögreglunnar að mótmælendum. ESB-þingið samþykkti fimmtudaginn 13. júní almenna ályktun þar sem viðbrögð tyrknesku ríkisstjórnarinnar og Erdogans forsætisráðherra eru hörmuð og sagt er að viljaleysi tyrkneskra stjórnvalda til að stíga skref til sátta, biðjast afsökunar eða sýna afstöðu hluta tyrknesku þjóðarinnar skilning stuðli aðeins að frekari sundrungu meðal þjóðarinnar.
Þá er tyrkneska ríkisstjórnin vöruð við að grípa til harkalegra aðgerða gegn friðsömum mótmælendum og forsætisráðherrann hvattur til að sýna sáttfýsi til að komast hjá frekari stigmögnun spennu.
Erdogan lét í ljós reiði vegna þessa texta skömmu áður en hann var samþykktur í ESB-þinginu. „Ég mun ekki viðurkenna neitt sem þing Evrópusambandsins ætlar að álykta varðandi okkur… Hvað halda þeir að þeir séu þegar þeir álykta á þennan veg?“
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.