Föstudagurinn 20. september 2019

Uppnám í stjórnmálum Tékkóslóvakíu vegna hneyksla og spillingar á ćđstu stöđum


14. júní 2013 klukkan 21:37

Uppnám ríkir í tékkneskum stjórnmálum vegna hneykslismála. Fimmtudaginn gerđi lögregla húsleit í stjórnarbyggingum međal annars hjá skrifsofustjóra forsćtisráđherrans sem götublöđ gefa til kynna ađ sé ástkona hans. Sagt er ađ hún hafi látiđ njósna um fyrrverandi eiginkonu ráđherrans.

Jana Nagyova

Ekki lá ljóst fyrir í upphafi hver var til rannsóknar eđa fyrir hvađ. Nú er komiđ í ljós ađ ekki er ađeins um ađ rćđa spillingu og tengsl viđ skipulögđ glćpasamtök, einkum af hálfu stjórnarflokks landsins, ODS. Taliđ er ađ skilnađur forsćtisráđherrans, Petr Necas, viđ konu sína eftir 25 ára hjónaband tengist hneykslismálunum. Í ljós hefur komiđ ađ fylgst var á ólöglegan hátt međ eiginkonunni.

Tékkneska lögreglan hefur sakađ Ondrej Palenik, fyrrverandi yfirmann gagn-njósna hersins, eftirmann hans, Milan Kovanda og ađra félaga í gagn-njósnadeildinni um ađ fylgjast međ ferđum forsćtisráđherrafrúarinnar. Jana Nagyova, skrifstofustjóri forsetans, hafi stjórnađ stjórnađ ţessum ađgerđum, hún hefur veriđ handtekin. Lögfrćđingur Paleniks sagđi ađ sjö hefđu veriđ handteknir í ađgerđum lögreglunnar.

Necas skýrđi nýlega frá ţví ađ hann og eiginkona hans Radka Necasova hefđu ekki búiđ saman síđan í janúar. Ţá var sagt frá ţví í tékkneskum götublöđum ađ ţađ vćri annađ samband milli Nagyova og Necas en tengdist stjórn á skrifstofu forsćtisráđherrans.

Hvađ sem ţessu líđur beinist rannsókn lögreglunnar sem hófst ađfaranótt fimmtudags 13. júní enn ađ ásökunum um spillingu. Lögrelumenn sérhćfđir í ađgerđum gegn skipulagđri glćpastarfsemi gerđu húsleit í forsćtisráđuneytinu, varnarmálaráđuneytinu, ráđhúsi Prag og á fleiri stöđum fimmtudaginn 13. júní. Tékkneska lögreglan hefur veitt litlar upplýsingar um ađgerđirnar.

Necas dró sig í hlé í nokkrar klukkustundir 13. júní ţar til hann birtist loks síđdegis og gaf yfirlýsingu vegna ađgerđa lögreglunnar. Hann hafnar kröfum um ađ hann segi af sér. „Ég er sannfćrđur um ađ ég gerđi ekkert óheiđarlegt og samstarfsmenn mínir hafa ekki heldur gert neitt óheiđarlegt. Ţess vegna er ekki nein ástćđa fyrir mig ađ segja af mér og stuđla ţannig ađ falli ríkisstjórnarinnar.“

Saksóknari í Olomouc telur ađ fyrrverandi ţingmenn hafi ákveđiđ ađ segja af sér ţingmennsku gegn greiđslu. Međ ţessu kann ađ vera vísađ til fyrrverandi forystumanna innan ODS-flokksins, Petrs Tluchors og Ivans Fuska sem hafa risiđ gegn Necas innan ODS og valdiđ honum erfiđleikum til loka árs 2012. Ţá ţögnuđu ţeir allt í einu og birtust skömmu síđar ađ nýju í vel launuđum störfum í ríkisfyrirtćkjum. Taliđ er ađ Jana Nagyova hafi stađiđ ađ baki ađgerđinni um ađ fá ţingmennina til ađ segja afs sér.

Stađa Necas og flokks hans verđur ć erfiđari. Ţingmenn samstarfsflokksins, TOP 09, hafa sagt skiliđ viđ Necas. Stjórnarandstađan hefur flutt vantrauststillögu og búist er viđ ađ ţing verđi fljótlega rofiđ, Tillagan verđur til afgreiđslu í nćstu viku.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orđiđ í afstöđu til ESB-viđrćđna - réttur ţjóđar­innar tryggđur

Ţáttaskil urđu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars ţegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráđherra aftenti formanni ráđherraráđs ESB og viđrćđu­stjóra stćkkunarmála í framkvćmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Ţar segir: „The Government of...

 
Mest lesiđ
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óţarfi ađ rćđa frekar viđ ESB vegna afstöđu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvćr Evrópu­skýrslur styđja sjónarmiđ LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvćmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir ađ í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfrćđi­stofnun HÍ og Alţjóđa­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styđji ţá afstöđu LÍÚ ađ Ísland eigi ađ standa utan ESB. Ţá segir hann óţarfa ađ ganga lengra í viđrćđum viđ ES...

Norđurslóđir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til ađ hlýnun jarđar og sú bráđnun hafíss, sem af henni leiđir geti losađ um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi veriđ hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiđum á Norđurslóđum. Ţetta segja rannsakendur ađ geti gerzt á einum áratug. Međal ţess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er ađ slíkir öskuhaugar séu ađ myndast á Barentshafi.

Ţýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega ţjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harđri gagnrýni fyrir ummćli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­ţingsins ţess efnis ađ Evrópu­sambandiđ vćri ekki „socialunion“ eđa bandalag um félagslega ţjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til ađ Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gćrkvöldi benda til ađ Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­ţingsins sem hófust í gćrmorgun og ađ ţingmönnumhans á Evrópu­ţinginu fćkki um tvo en ţeir hafa veriđ fimm. Ţetta gengur ţvert á spár um uppgang flokka lengst til hćgri í ţeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS