Laugardagurinn 16. janúar 2021

Tvíhliða viðskipta­viðræður ESB og BNA formlega hafnar


18. júní 2013 klukkan 11:40

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, kynnti mánudaginn 17. júní fyrir fund G8 ríkjanna á Norður-Írlandi áform um „stærsta tvíhliða viðskiptasaming í sögunni“ milli ESB og Bandaríkjanna.

Tvæihliða viðskiptaviðræður ESB og Bandaríkjanna kynntar í tengslum við G8 fundinn á Norður-Írlandi.

Barack Obama Bandaríkjaforseti sagði að fyrsta viðræðulota vegna samninganna yrði í Washington í júlí. Stefnt er að lyktum viðræðna í árslok 2014. Forsetinn sagðist sannfærður um að unnt yrði að ná samkomulagi. „Það verður rætt um viðkvæm mál fyrir báða aðila en takist okkar að beina athygli að stóru málunum í stað þess að festast í smáatriðum er ég viss um að okkur tekst að ná landi.“

Cameron sagði að um væri að ræða samning sem þýddi 100 milljarða punda fyrir hagkerfi ESB, 80 milljarða fyrir Bandaríkin og 85 milljarða fyrir aðra hluta heims. Viðskiptasamningurinn mundi skapa 2 milljónir nýrra starfa.

„Svona tækifæri skapast aðeins einu sinni á mannsaldri og við erum staðráðin í að nýta það,“ sagði Cameron.

José Manuael Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB, sem mun leiða viðræðurnar fyrir hönd sambandsins sagði að ekki yrði auðvelt að samhæfa hagkerfi ESB og Bandaríkanna en fundin yrðu „sannfærandi svör við réttmætum kröfum“.

Herman Van Rompuy, forseti leiðtogaráðs ESB, sagði: „Saman eru Evrópa og Bandaríkin uppistaðan í heimsbúskapnum. Að opna þetta svæði enn frekar og skapa ný tækifæri til viðskipta og fyrir neytendur er ekki annað en heilbrigð skynsemi.“

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Bréf Víglundar til stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar: Leynimakk við kröfuhafa á svig við neyðarlögin

+Hér birtist í heild bréf sem Víglundur Þorsteinsson afhenti í Alþingis­húsinu mánudaginn 10. febrúar. Áður hafði Víglundur skrifað Einari K. Guðfinnssyni forseta Alþingis um sama efni.+ Bréf til stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar Alþingis, Hr. formaður Ögmundur Jónasson Í framhaldi af b...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS