Miðvikudagurinn 29. júní 2022

Einar K. Guðfinnsson, forseti alþingis, ræðir stöðu Íslendinga í sam­félagi þjóðanna í hátíðarræðu


18. júní 2013 klukkan 13:03

Einar K. Guðfinnsson, forseti alþingis, flutti þjóðhátíðarræðu mánudaginn 17. júni í Búðardal. Hann vék meðal annars að stöðu Íslands og Íslendinga í samfélagi þjóðanna og sagði: „Svo sannarlega erum við Evrópuþjóð en það þýðir ekki að við viljum verða Evrópusambandsþjóð.“

Hér birtist kafli úr ræðu þingforseta:

Einar K. Guðfinnsson

„Í heimi nútímans er sjálfstæðið undirorpið margvíslegum fjölþjóðlegum samskiptum. Frjáls viðskipti, hindrunarlaus samskipti og samstarf við lýðræðisþjóðir um öryggi þjóðarinnar eru þess vegna eðlilegur hluti sambúðar við aðrar þjóðir; hvort sem þær eru nær eða fjær. En slík samskipti hljóta eðli málsins vegna að vera á forsendum okkar. Sjálfstæði og fullveldi okkar tryggir að svo sé. Það erum við sem ráðum okkar för.

Það varðar því miklu að þannig geti það orðið. Allar ákvarðanir okkar hljóta þess vegna að taka mið af þessu. Um leið og við kjósum góð og hrindrunarlítil samskipti við aðrar þjóðir, gætum við þess að þau leiði ekki til þess að hið eftirsótta sjálfstæði bíði hnekki. Því þá er þess skammt að bíða að frelsi okkar til þess að rækta tengsl við aðrar þjóðir á okkar forsendum breytist í andhverfu sína.

Hverri vegsemd fylgir vandi. Okkar vandi er í hnotskurn vandi lítilla þjóða í viðsjárverðum og flóknum heimi. Um leið og við ræktum tengsl við aðrar þjóðir okkur sjálfum til hagsbóta, þurfum við að tryggja rétt okkar og stöðu sem frjálsrar og fullvalda þjóðar. Um þetta snúast meðal annars umræður sem nú fara fram um stöðu okkar sem þjóðar í heiminum. Umræðan um Evrópusambandið lýtur meðal annars að þessari grundvallarspurningu. Svo sannarlega erum við Evrópuþjóð en það þýðir ekki að við viljum verða Evrópusambandsþjóð.

Framförum fylgja aukin tækifæri. Stóraukin menntun þjóðarinnar skapar okkur samkeppnisstöðu þar sem heimurinn er undir. Það er gaman að ræða þessi mál við ungt fólk sem skyggnist vítt um sviðið og spyr hvar tækifærin sé að finna. Sístækkandi hluti Íslendinga hefur sótt sér menntun, þekkingu og starfsreynslu á meðal erlendra þjóða og telur landamæri litla hindrun. Við erum í samkeppni við aðrar þjóðir um þetta unga fólk; fólkið sem á að erfa landið. Fólkið sem á að bera uppi samfélagið í framtíðinni.

Verkefni okkar er því vandasamt og flókið. Það er hvorki meira né minna en að gera Ísland samkeppnishæft í alþjóðlegum samanburði svo að við megum njóta ávaxtanna af hæfileikum þjóðarinnar og getu um ókomin ár.“

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS